Zavet (2007)

zavetÉg ákvað hérna í einhverju flippi að horfa á serbnesku gamanmyndina Zavet eða Promise me this á enskunni. Hún fjallar um gamlan mann sem hefur mestar áhyggjur af barnabarni sínu. Hann er svo hræddur um að þegar hann deyr eigi strákurinn ekki konu og hver á þá að sjá um hann ? Sendir hann því strákinn í bæinn með kú eina sem hann á að selja, kaupa mynd af dýrlingi fyrir afann og finna sér konu. Strákurinn virðist nú ekki vera eldri en 14 en það er annað mál.

Í borginni leynast margar hættur og þó sérstaklega frá harðsvífnu glæpagengi. Finnur þó strákurinn fljótlega stelpu og ákveður hann strax að hún eigi að vera konan sín. Þarf hann því að sýna henni fram á að hann sé sá eini rétti..... sem getur verið þrautinni þyngri. Margar aðrar persónur koma fyrir í myndinni og eru þær alveg misfyndnar eins og þær eru margar.

Skrítið er að horfa á þessa mynd því húmor Serba er dálítið frábrugðnari okkar Íslendinga. Þeim finnst t.d. í lagi að gera grín að misnotkun dýra sem fór nú aðeins í mig. Myndin tók í raun fyrir alveg frekar alvarleg málefni en setti í spaugilegan búning. Flest var þó allt innan marka. Myndin var í raun bara einn stór farsi og óð hún úr einu í annað. Það kom aldrei dauður punktur í henni en hún varð samt alveg hálf kjánaleg á köflum yfir kjánaleg heitum.

Myndin var alveg temmilega vel gerð og hefur að öllum líkindum ekkert kostað neinar svaðalegar fjárhæðir. Þetta var því alveg hin fínasta skemmtun í næstum tvo tíma. Þetta er ekki "must" en má alveg kíkja á hana. 


SPIN (2006)

Langaði bara að benda fólki á alveg frábæra stuttmynd. SPIN frá árinu 2006.

Mjög vel gerð mynd sem hefur unnið fullt af verðlaunum.... og hún á það alveg skilið annað en sumt Whistling

Veit í raun ekki hvað á að segja meira um hana. Verði ykkur að góðu ?

Linkur á myndina á Youtube

http://youtube.com/watch?v=oP59tQf_njc 

 

Einnig er Black Button fín líka
http://www.youtube.com/watch?v=QrKnhOJ-R80&NR=1


The Dante Quartet (1987)

Hvernig á að lýsa mynd sem er sexmínútur að lengd og tók sex mánuði að gera ! Þetta er teikni/leikinmynd og það sem er teiknað er vatnslitað. Hérna blandar höfundur saman raunverulegum myndum og vatnslitum sem virðist við fyrstu sýn vera bara einhversskonar munstur. Hins vegar getur maður vel séð t.d. fólk vera að dansa eða hvað sem maður vill. Þetta er eiginlega mynd sem er sér á báti svo skrítin en á sama tíma "góð".

Ég hef í raun aldrei séð aðra eins mynd og er það eiginlega alveg magnað hversu ótrúlega margar myndir sem hann Stan Brakhage, leikstjórinn, hefur málað. Sjón er eiginlega söguríkari. Blikkið mig bara ef ykkur langar að sjá hana Wink


Outland (1981)

outland_cover

Sean Connery in Space !  Getur það orðið betra? Varla. Þetta er alveg eðal mynd. Hún var alveg furðu flott miðað við aldur og hafði í raun bara elst frekar vel í flesta staði. Sean Connery stóð fyrir sínu með sinn skoska hreim og var sami naglinn eins og alltaf. Harður en með mjúkri fyllingu Wink

Myndin á að gerast í temmilega nálægri framtíð þegar mannfólkið er byrjað að skríða út fyrir jörðina og alla leið til Júpíters. Á tungilnu Lo eða Io er búið að koma fyrir námu þar sem nokkur hudnruð eða þúsund vinna. Þetta gæti í raun alveg eins verið einhversstaðar í mið-Norðurríkjum Bandaríkjanna fyrir utan súrefnissleysið fyrir utan. O´Niel (Connery) er nýji lögreglustjórinn í námunni en kemst fljótt að því að ekki er allt með felldu. Doddoddoroo.... Þá hefst alveg virkilega spenna um það hvort O´Niel nái að standa einn gegn öllum og reddi málunum, eða hvað ?

Myndin minnir mann dálítið mikið á Alien og Aliens myndirnar nema hvað að hérna vantar allar geimverur. Flott módel og greinilega mikið verið lagt í hana á sínum tíma. Vann meðal annars óskarinn fyrir besta hljóðið Woundering. Þó er söguþráurinn ekkert alltof djúpur en þetta er nú ekki þannig mynd. Maður vill ekkert þurfa að hugsa of mikið alltaf. Það besta við myndina er þó "tagline-ið"

On Jupiter´s moon, he is the only law!


Last Train to Freo (2006)

train01

Ég ákvað núna eitt kvöldið að skella mér á ótroðnar slóðir hvað varðar kvikmyndir. Langaði ekki að fara í Hollywoodmynd né einhverja evrópska... Svo hef ég líka séð slatta af asískum myndum upp á síðkastið og því varð Astralía fyrir valinu. Horfði ég því á ástralska drama/thriller mynd um nokkrar manneskjur sem gerist öll um borð í næturlest !

nice !

last-train-to-freo-5Þessi mynd kom manni skemmtilega á óvart því ekki bjóst ég nú ekkert við einhverju svakalegu. Myndin byrjaði á því að tveir frekar sjúskaðir gaurar koma um borð í síðasta næturvagninn sem fer þessa leið. Annar er bjáni en hinn er bara of harður gaur. Stuttu síðar kemur þessi mjög svo sæta háskólastúlka um borð í lestina. Fara gaurarnir fljótlega að tala við hana og í raun að áreita hana. Það sem er mest spennandi er að maður veit aldrei hvort þeir eru í raun að leika sér eða meina eitthvað alvarlegra með þessu. Hún fer þó ekki út. Bætast svo við tvær aðrar manneskjur í vagninn, mis málglaðar.

Byggist myndin öll upp á samtölum persónanna, því ekki býður einn lestarvagn upp á mikið. Það er í raun erfitt að segja meira án þessa að eyðileggja fyrir þeim sem ekki hefur séð myndina.  Þetta er persónusköpun í botni. Persónurnar eru svo miklu dýpri en maður hafði ímyndað sér í upphafi myndar. Skemmtilegt var líka að nafn stóra gaursins kom aldrei fram... var bara kallaður "the big Thug"

Ef ykkur vantar eitthvað ferskt og spennandi með skemmtilegum snúningi þá er þetta málið. Gæti þó orðið erfiðara að verða sér úti um myndina.


No Country for old Men (2007)

no-county-old-men

Ég lendi oft í þeim vanda að vonast eftir svo miklu frá myndum. Síðan loksins þegar ég sé þær eru þær bara ekki jafn góðar og ég hafði vonað. Þar af leiðandi vil ég helst ekki vita neitt um þær myndir sem ég sé. Vil helst ekki sjá neina trailera og ekki lesa umfjallanir af neinu tagi.

Fyrir um 3 mánuðum síðan sýndi vinur minn mér trailerinn af no Country for old Men. Frá þeirri stundu gat ég varla beðið eftir að sjá myndina en á sama tíma var ég frekar hræddur um að ég væri að lenda í sama pyttinum og oft áður. Því bar ég í brjósti mér blendnar tilfinningar þegar ég fór inn í sal 1 í Álfabakka áðan. Verður hún jafn góð og ég er búinn að vona eða verður þetta eitthvað annað og jafnvel verra ?.....................Þetta var eitthvað annað.................. þetta var bara of geggjað til að lýsa. Eftir að ég labbaði út úr salnum gat ég bara sagt "snilld !"

Allt við þessa mynd var bara of fullkomið. Sagan er náttúrulega of frábær. Þetta er kannski ekki það frumlegasta í heimi heldur var það frekar hvernig þeir bræður útfærðu hana. Öll samtöl pössuðu bara einhvern veginn alveg inn og gerðu svona frekar þungt en aflmikið andrúmsloft. Oft sá ég ekki í raun tilgang með hverju samtali en samt máttu þau vel heima þarna. Þau bara pössuðu!

NoCountryForOldMen-5Myndatakan er frekar flott. Allt skrjáfa þurrt í harðri eyðimörkinni. Myndina hefði svo sem verið hægt að taka upp einhversstaðar annarsstaðar en það hefði ekki komið jafn vel út. Ef myndin hefði verið tekin upp í Californíu eða einhverri stórborg hefði það ekki verið það sama. Það hefði kannski gengið að taka hana upp á svipuðum stað og Fargo. Það hefði þó alltaf vantað þetta erfiða, harða en fallega umhverfi.

Allir karakterar myndarinnar voru frábærir. Tommy Lee Jones stendur alltaf fyrir sínu, reyndar alltaf sami karakterinn í bara aðeins mismunandi skyrtum. Josh Brohlin sem Llewelyn Moss stóð sig alveg með prýði og jafnvel Woody Harrelson var bara góður. Hins vegar kæmi mér á óvart ef Javier Barden yrði ekki tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn sem hinn snar geðveiki Anton Chigurh. Þetta er klárlega sá allra geggjaðasti og siðlausasti karakter sem ég hef nokkurn tíman séð á hvíta tjaldinu.

Í heild er þetta ein sú besta mynd sem ég hef séð.... punktur 


The Great Escape (1963)

The Great EscapeKlassík eins og hún gerist best.

Hér er á ferðinni nokkurveginn sannsöguleg mynd sem á að gerast í seinni heimstyrjöldinni. Fylgjumst við með þar sem fangabúðir þýska flughersins halda flugmönnum andstæðinganna, flestir Bretar þó. Ef dýr er læst inni reynir það allt sem það getur til að sleppa allt þar til það brotnar saman og þessir menn hafa ekki brotnað enn !

Allt sem viðkom myndinni er hið flottasta, saga, leikur og sviðsmynd. Ekki skemmir heldur að hafa nagla eins og Steve McQueen í fararbroddi. Hefði þó verið skemmtilegra að heyra Þjóðverjanna tala meiri þýsku en svona er þetta bara. Ég get vel ímyndað mér að fangabúðir Luftwaffe hafi í raun og veru verið svona. Með smá mannsæmandi aðstöðu, ólíkt Auswitsch og því líkum sora. Hér báru andstæðingarnir enn þá virðingu fyrir hvorum öðrum og voru í alla staði almennilegir, harðir en almennilegir. 

Framvinda myndarinnar er frábær og spennandi. Hvergi dauður punktur í rauninni. Persónurnar eru jafn vel túlkaðar og þær eru margar. Þetta er náttúrulega Hollywood mynd og með öllu sem því fylgir... en það þýðir þar með sagt ekki að hún þurfi að vera lélegri. Þetta er bara einfaldlega svo skemmtilega sett fram. Þetta er klárlega ein af þeim myndum sem hafa elst vel í gegnum árin.


Time and Tide (2000)

424950~Time-and-Tide-PostersHollywood hasarmyndir hvað ! Time and Tide / Senlau ngaklau er bara snilld. Ég sá hana upphafleg þegar hún kom út á spólu á Íslandi í kringum 2001. Svo fær maður þessi nostalgíu-köst og fann ég hana eftir smá leit. Hún er alveg jafn góð og þegar ég var í 8. bekk og jafnvel betri.

Hér er um að ræða hasarmynd frá Hong Kong sem fjallar um ungan mann sem dreymir um betra líf. Hann setur sér þau markmið að verða fljótt ríkur og skella sér til Suður-Ameríku og fer því að vinna sem lífvörður enn á sama tíma er hann að fara að verða helgarpabbi og vill hann einnig standa sig í því. Þetta gengur því svona upp og ofan hjá honum. Eignast hann síðan nýjan vin sem er í raun fyrrverandi málaliði sem er að reyna að koma sér á réttu brautina. Það gengur nú líka svona upp og ofan hjá honum. Þetta endar nú ekki betur en svo að þeir eru komnir sitt hvoru megin við línuna.

Þrátt fyrir frekar mikinn söguþráð þá er þetta mjög fljótt að komast að hjá okkur því í Honk Kong hafa þeir engan tíma fyrir drama og time_and_tiderugl. Einhversstaðar um miðja myndina skellir leikstjórinn okkur í lokaatriðið og er hasar og spenna upp frá því, jafnvel þó nóg hafi verið að gera fyrir.

Ef ykkur vantar svona "No brainer" mynd þar sem þið eruð í algjörri rússíbanaferð frá byrjun til enda, viljið sjá flott atriði og ekkert rugl og án Belgísks hreims þá er Time and Tide fyrir ykkur.  


The Usual Suspects (1995)

usual_suspects_0Loksins get ég sett eitt strik í viðbót á "listi yfir þær myndir sem ég skammast mín fyrir að vera ekki búinn að sjá". Var að reyna að finna eitthvað fyrir mig og pabba að horfa á á sunnudagskveldi og rakst þá á þessa

Ég get sagt með fullri vissu að þetta er ein sú besta ræningja/glæpona mynd sem nokkru sinni hefur verið gerð. En byrjum á byrjuninni. Fyrir um þremur árum vann ég með gaur sem hafði þvílíkan áhuga á bíómyndum og hafði á yngri árum bókstaflega hangið á videoleigum. Í kæruleysi sínu sagði hann mér brandara um þessa mynd og í honum innifólst alveg þvílíkur spoiler um myndina..... jæja þegar hann var búinn að segja mér brandarann hló ég nú ekkert svakalega mikið og sagði bara "þú veist að ég á eftir að sjá þessa mynd !".... "úps". Þetta var kannski ekki jafn mikill spoiler og með Sixth Sense en samt...... þrátt fyrir þetta kom það samt ekkert svakalega mikið niður á myndinni susual kevinjálfri eins og ég hafði haldið. Þetta var einfaldlega of góð mynd ! Þeir sem vilja heyra brandarann og hafa séð myndina skulu einfaldlega pikka í mig Wink

Ef eitthvað mætti nefna um myndina þá er það í fyrsta lagi plottið. Það er einfaldlega geggjað. Fjallar um 5 glæpamenn sem lenda saman í uppstillingu (eða hvað sem á að kalla það. Sjáið það á myndinni fyrir ofan). Koma þeir sér saman um að hjálpast að við verkefni.  Á einhvern furðulegan hátt tengjast þeir þó allir og jafnvel án þess að vita í raun af því ! Woundering

Leikur leikaranna var til fyrirmyndar og má segja að Kevin Spacey hafi farið á kostum sem Roger "Verbal" Kint, nokkurskonar spastískan einstakling en að því er virðist alveg fluggáfaður.

Það er verst að geta í raun ekki sagt meira án þess að fara að eyðileggja eitthvað fyrir fólki.....en þetta er ein af þeim myndum sem allir verða að sjá. Verið þó með fulla vitund þegar horft er á hana því hún er alveg temmilega flókin og bara svoooo þess virði ! 


Hold up down (2005)

HOLD_UP_DOWN_002[1]

Hold up down eða "Hôrudo appu daun" eins og hún heitir á frummálinu er..... vægast sagt snilld ! Henni er ábyggilega best lýst sem góðum farsa þar sem ein vitleysan eltir aðra. Þetta er með fyndnari myndum sem ég hef séð. Hins vegar ákvað leikstjórinn/handritshöfundurinn, (er sami maðurinn) hann Hiroyuki Tanaka eða "Sabu" , að láta myndina fara út í algjört rugl, sem nóg var af þegar. Þá gjörbreyttust allar persónur og fóru að berjast upp úr þurru. Bara bull. Ef þessum síustu 20 mínútum hefði verið sleppt hefði myndin fengið 10/10 en fær því aðeins 8.

Það sem ég tók fyrst eftir við myndina var hversu ýktar allar persónur hennar voru. Það má vel vera að fólk láti svona í Japan en þetta var í það mesta en samt á sama tíma átti þetta að vera grínmynd. Þess vegna smell pössuðu allarpersónurnar.  

Í raun skildi myndin ekki eftir sig margar spurningar né varð maður eitthvað vitrari. Hins vegar var þetta geggjuð skemmtun sem fáir ættu að missa af. Gæti þó orðið erfiðara að nálgast myndina 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband