Færsluflokkur: Kvikmyndir

Íslensk Sjónvarpsþáttagerð

Yfirleitt horfi ég ekki mikið á sjónvarp, mun meira af kvikmyndum þá í bíói eða heima í tölvunni. Hins vegar datt ég algjörlega inn á Næturvaktina sem hefur verið í sýningu undanfarið. Húmor handritshöfunda og leikur er með þeim betri sem ég hef séð lengi.

Ef kjósa ætti um hvort setja ætti það fé sem fer í Rúv að fara í leiðinlega spjallþætti í tonnatali eða gera 1-2 góðar seríur á ári myndi ég kjósa seríurnar. Kannski fer þetta að glæðast núna eftir að Björgúlfur eldri skellti sér í djúpulögina.

.... en núna spyr ég. Þeir leikstjórar sem eru að gera kvikmyndir í fullri lengd, líta þeir nokkuð niður á þá gerð sjónvarpsefnis eins og Næturvaktin er og undir hvað flokkast Næturvaktin. Næturvaktin er ekki "sit-com" og er ekki er það langdreginn sunnudags spjall þáttur "litið um öxl" eða eitthvað ámóta. Hvað er hún þá ?


Fyrirlesturinn - Roman Polanski

Fyrirlesturinn okkar heppnaðist ágætlega miðað við þann tíma sem við gáfum okkur í að undirbúa hann. Töluðum blaðalaust og rann hann temmilega vel fyrir utan eina glæru sem gleymdist að ákveða hver ætti að taka Tounge

Videoin urðum við að spila fyrir utan PowerPoint því stuðningur PP við video er ekki alveg sá besti. Klippin voru hæfilega löng, um 1 mín, en sérstaklega var glærusjóvið flott hjá honum Birki.

Flestir fyrirlestrarnir voru góðir og vöktu jafnvel áhuga minn á leikstjórunum. Verkefni af þessari gerð er frekar sniðugt fyrir kvikmyndafræði. 


Notorious (1946)

Hér ræðir um konu að nafni Alicia Huberman, Ingrid Bergman, sem er fengin til að njósna um þýska nasista í Suður-Ameríku því faðir hennar hafði verið nasisti sjálfur og þekkti hún því til þeirra. Til þessa að sannfæra konuna um verkið er fenginn notoriousmaður að nafni T.R.Deviln, Cary Grant, og er hann hjá CIA. Vandamálin byrja fyrst að viti er þau fella hugi saman því verkefnið hennar er að notfæra sér það að einn nasistanna er skotin í henni.

Myndin er virkilega flott og nær Hitchcock að gera senurnar einkar vel. Hver einasta sena hefur verið fullkomlega röðuð í huga hans og nær hann að láta tilfinningar persónanna koma vel fram. Skemmtilegt var að taka eftir hvernig hann lætur myndavélina einblína á þann hlut eða persónu sem áhorfendur eiga að taka eftir, t.d. kaffibollinn eða ökuskírteini Devilns. Myndin í heild sinni er kannski frekar löng en dettur þó aldrei niður í þá gryfju að verða langdregin, það er einfaldlega alltaf eitthvað að gerast jafnvel þó fátt sé á hreyfingu.

Það er mjög lítið hægt að setja út á myndina og er hún næsti bær við meistaraverk


The Cabinet of Dr. Caligari (1920)

Það var nokkuð merkilegt að horfa á þessa mynd. Hún er frá næstum því upphafi kvikmyndanna og ber þess augljós merki. Gæði myndarinnar eru, miðað við gæðin í dag, alveg hræðileg, ekkert hljóð nema drungaleg tónlist sem var sett inn eftir á. Litirnir mjög frumstæðir, filterar sem voru settir á svart/hvíta filmu...... þrátt fyrir allt þetta virkar hún svo vel

    Söguþráður myndarinnar hentar henni frekar vel, því fárra orða er þörf. Leikur leikaranna er meira í líkingu við leik leikara í leikhúsi en í kvikmynd en þar sem öll sviðsmynd er í raun eins og í leikhúsi passar það tvennt ágætlega saman. Svo er skilar Werner Krauss, dr. Caligari, hlut sínum svo vel sem klikkaða sýningastjóranum að allar senur sem hann kemur nálægt verða furðu flottar. Hins vegar er Zombie-inn hans Caligaris frekar spes en sleppur þó.  

Til hliðar er mynd af Dr. Caligari, Caesar (Zombie-inn) og Jane (Lil Dagover) 


Rosemary's Baby (1968)

Hér er önnur snilld eftir Roman Polanski

Hér er um að ræða mynd um ung hjón sem eru nýflutt inn í nýja íbúð. Fara fljótlega nágrannarnir að vera óþarflega uppáþrengjandi og skrítnir. Fljótlega verður Rosemary ólétt og samhliða því fara skrítnir hlutir að gerast. Tengjast ýmsir galdrar, skringilegheit og önnur dulúð myndinni. Aumingja Rosemary, full af hormónum, veit ekki í hvorn fótin hún á að stíga en það er að treysta því sem hún hefur ætíð haldið að það eru ekki til neinir galdrar og kukl eða taka engan séns með barnið og koma sér frá þessu öllu.

Þar sem að ég er nú ekki það fróður um kvikmyndasögun get ég ekki fullyrt en er þó nokkuð viss um að þetta er ein af fyrstu myndunum um djöful í mannsmynd (e. antichrist) og tekst hér leikstjóranum alveg frábærlega upp. Það er flott hvernig maður veit ekki alveg hvort móðirin er að tapa vitinu eða hvort það er í raun samsæri í gangi og helst spennan vel út myndina.rosemary2

Ég fór að hugsa dálítið eftir myndina og áttaði mig svo á því að ég mundi ekki hvort hún hafði verið í lit eða ekki. Fór ég því á imdb.com og komst að því að um litmynd væri að ræða þrátt fyrir að í minningunni er hún ætíð í svart/hvítu. Tel ég að það hefði farið henni einkar vel og jafnvel bætt á spennuna og dulúðina sem rýkti yfir myndinni en það er jú smekks atriði.

Leikarar fóru misvel með hlutverk sín líkt og eiginmaður Rosemary, John Cassavetes, en hins vegar var Ruth Gordon í hlutverki gömlu nágrannakonunnar alveg æðisleg og fékk hún meira að segja óskarinn fyrir. Mia Farrow sem Rosemary var þarna mitt á milli. 

Það má með sanni segja að þetta er góð sálfræði hryllingsmynd sem kom með eitthvað alveg nýtt á sínum tíma


The Fearless Vampirekillers (1967)

Þetta er önnur myndanna sem ég hef séð eftir Roman Polanski. Hún er einnig þekkt sem Dance of the Vampires. Þessi mynd er ALLT örðuvísi en Chinatown sem ég sá á undan.  Hér er um að ræða prófessor og hjálparsvein hans sem eru í leit að sönnunum fyrir tilvist vampíra. Þeir eru komnir lengst til austur-evrópu þar sem allt er á kafi í snjó og allir voða skrítnir. Fá þeir nú fljótt að komast að því að vampírur eru raunverulegar

Útlit myndarinnar er mjög svo frábrugðið Chinatown þar sem allt var mjög raunverulegt. Hér er hins vegar mikill teiknimyndafílingur yfir öllu og er margt líkt með þessari mynd og svo myndum Tim Burtons þó svo hinn síðarnefndi er kannski öllu þunglyndislegri. Karakterar eru nokkuð staðlaðir, prófessorinn snar klikkaður, hjálparsveinninn forvitinn, kærulaus og ástfanginn við hið minnsta og svo vamprían sjálf  sem er nákvæmlega eins og maður ímyndar sér Dracula. Þó tel ég þetta ekki eyðileggja fyrir myndinni því er allt gert til að skapa rétta stemningu þar sem þetta á jú að vera vampírumynd af gamla skólanum, þó með gamansömu ívafi.

Þess má geta að Roman Polanski, skrifaði (með hjálp Gérard Brach), leikstýrði og lék í myndinni. Einnig lék framtíðar eiginkona Polanskis í myndinni, Sharon Tate


Chinatown (1974)

Fyrsta myndin sem ég hef séð eftir Roman Polanski

 Ég vissi í raun voðalítið um myndina áður en ég sá þessa mynd. Ég vissi að Jack Nicholson léki í henni en þar lauk vitneskju minni.

 Jack Nicholson leikur hér einkaspæjara sem sérhæfir sig í því aðeltast við eiginmenn kvenna sem halda þá vera ótrúa. Hann fær það verkefni að eltast við háttsettan mann sem kemur sér einkar illa fyrir manninn en þó sérstaklega þegar kemur í ljós að konan sem réð hann var í raun ekkert konan hans. Kemst hann þá á snoðir um þvílíkan svikavef sem fer hátt upp í þjóðfélagsstigan.

Það merkilegasta við myndina er söguþráðurinn. Sagan er stór og mikil en samt hægist ekkert af viti á henni út myndina og er það bæði handritshöfundinum, Robert Towne, og leikstjóranum, Polanski, að þakka. Myndin kom stöðugt á óvart en samt ekki það flókin að mjög erfitt væri að fylgja henni eftir. Virkilega góður krimmi.chinatown

Leikarar stóðu sig mjög vel og má þá helst nefna Jack Nicholson og svo John Huston sem leikur föður konu mannsins sem var látið fylgja eftir (dálítið langt, ég veit). Hin stóðu sig öll vel  og engin sérstaklega léleg. Skemmtilegt er að nefna að sjálfur Roman Polanski lék eitt lítið hlutverk í myndinni og gerði það bara ágætlega, hann er maðurinn í hvítu fötunum hérna á myndinni. 

Útlit myndarinnar var einkar raunverulegt en þar sem það áttu einungis að vera 20 ár frá sögulokum þar til myndin var tekin upp er það líkt og mynd væri gerð í dag um þann tíma er ég var að fæðast svo mikið var enn um hluti og bíla síðan á þeim tíma.

Í heildina litið er þetta frábær mynd og jafnvel meistarastykki en það ætla ég ekki að dæma frekar um. 


Idiocracy

Þetta er ein af þeim myndum sem skilur mann eftir heimskari en fyrir myndina. Hugmyndin er nú ekkert of slæm, venjulegur maður er frystur/lagður í dvala sem átti einungis að taka eitt ár en varð að 500 árum. Hann vaknar upp í heimi þar sem allir eru orðnir naut heimskir því í gegnum árin hefur heimska fólkið eignast mun fleiri börn en hin gáfuðu og lækkar því greindarvísistala mannkyns smátt og smátt. Þar lendir aðalpersónan í allskyns ævintýrum

Sú hugmynd að senda fólk aftur eða fram í tíman hefur mér´ætíð þótt hálf kjánaleg því sú sýn sem er sýnd af þeim tíma verður alltaf svo kjánaleg. Þessi mynd er engin undantekning. Maður gat alveg hlegið hér og þar en yfir heildina litið var þetta frekar léleg mynd. Leikstjórinn gerði sitt besta en vantaði samt mest meira fjármagn svo þessi heimur yrði flottari/ raunverulegri.

Það er svo sem allt í lagi að kíkja á þessa mynd hef maður hefur ekkert að gera næstu 90 mínúturnar en annars ættu flestir að forðast hana.


Litla Hryllingsmyndin

Nú kom loksins að því að maður reyndi að nota þekkingu sína úr kvikmyndafræði. Tók ég því upp litla hryllingsmynd með hjálp bróður míns og mömmu.

 Ég var með ágætis hugmynd í kollinum en að framkvæma hana varð eilítið erfiðara og þá aðallega vagna skorts á tölvugrafík og takmarkaðar aðstöðu enda var myndin öll tekin upp heima. Þetta gekk þó ágætlega fyrir sig þóttumst við þá bara nokkuð hreykir með sjálfa okkur. Litli bróðir minn var bara ágætur á vélinni, ég lék aðalhlutverkið, en reyndi þó að segja honum til hvernig ég vildi hafa þetta.

Myndin virtist bara vera ágæt þegar við litum á hana í vélinni en þegar myndin var komin yfir í tölvuna tók ég eftir einu. Það var einhver djúpur bassi yfir hálfa myndin sem við heyrðum ekki í vélinni. Þetta er aðeins pirrandi og ekki veit ég afhverju þetta kom til. Ég hafði tengt annan mic við vélina til að sleppa við þetta leiðinlega hljóð úr myndavélinni og virðist sem þessi mic pikki upp einhverhljóð, líklega frá tölvunni því við vorum að taka slatta upp í herbergi með tölvu í gangi. Þetta gæti þó verið eitthvað annað.

Nú hefst maður bara handa við að reyna að redda sér einhverju sniðugu klippiforriti.... ef ekki er það bara Windows Movie Maker-inn FootinMouth


Spanglish

Fyrsta skiptið sem ég sá þessa.

Þetta var svo sem ágætis mynd og í raun hálf skrítið að sjá Adam Sandler reyna að vera alvarlegan, ég held hann ætti bara að vera í gríninu en það er annað.

Hvað annað getur maður sagt. Ég hló alveg vel á köflum en aðalleikonan, Paz Vega, var samt aðalatriðið... hún er alveg Gull falleg.

Myndin fjallar um Mexíkóskan innflytjanda og dóttur hennar sem fer að vinna hjá ríkum kokki í Californiu. Sú fjölskylda er virkilega fökked, þó helst móðirin, en meinar vel.

Myndin skildi ekkert sérstaklega mikið eftir sig fyrir utan fína afþreyingu á mánudagskveldi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband