26.8.2007 | 22:43
Astrópía
Hóhó
Nú er maður nýkominn af Astrópíu og ég get ekki annað sagt en að ég er frekar hrifinn.
Söguþráður myndarinnar er einstaklega skemmtilegur og frumlegur en þó að vissuleiti fyrirsjáanlegur. Mér fannst samband aðalpersónunnar og nördavinar hennar frekar slappt en get þó ekki gert það upp við mig hvort það var leikur eða handrit sem olli því. Flestir aðrir leikarar skiluðu sínu mjög vel frá sér og má þá sérstaklega nefna Stein Árman Magnússon og Davíð Þór Jónsson. Einnig voru strákarnir í búðinni ágætir.
Eitt sem ég tók eftir var val á staðsetningu og virtist Hafnarfjörður eða nágrenni vera í nær öllum tökunum. Ég skil leikstjórann mæta vel enda er Hafnarfjörður fallegasti bær landsins (Gaflari að tala)
Einhverjir skemmtilegustu kaflar myndarinnar voru þegar söguhetjurnar okkar brugðu sér yfir í hinn ímyndaða heim. Var það einkar vel gert og flottar tækni brellur.... þó voru búningar "skrímslanna" frekar kjánalegar oft á tíðum enda ekki að furða þegar engir Hollywood peningar eru flæðandi.
Það voru hinir ýmsu brandarar út um alla mynd og höfðu handritshöfundar greinilega gert ágætis rannsóknarvinnu fyrir myndina til að ná þessum "nörda"heimi. Undirritaður hefur augljóslega meiri þekkingu á þessum heimi en meðal maður því það gerðist nokkrum sinnum að einungis ég og kannski einhver gaur í hinum endanum skelltum upp úr
Yfir heildina var Astrópía mjög góð mynd með litlum smágöllum sem skemmdu ekki heildarsýnina. Ekki finnst mér vitlaust að gefa Astrópíu 4,5 stjörnur af 5
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.