27.9.2007 | 20:32
Year of the Dog
Hér er um að ræða forvitnilega mynd um konu sem er óðfluga að nálgast fertugt, ógift og ástin í lífi hennar er litli Beagle hundurinn hennar. Eitt kveldið drepst hundurinn úr eitrun og þarf vart að segja heimur hennar hrynur
Við þetta koma tveir menn inn í líf hennar, hún gerist grænmetisæta og fer hún að endurskipuleggja líf sitt og finna tilgang með því.... Hún fer að bjarga dýrum.
Í stað þess að fara hinn venjulega veg rómantíkur og ásta þá skellir myndin sér í aðra strauma. Karlmennirnir eru í raun ekki það stór hluti af sögunni heldur er þetta í raun saga manneskju sem er að finna tilgang með lífi sínu.
Leikarar fara misvel með hlutverk sín, aðalleikonan (Molly Shannon) er hér best og leikur hina fertugu Peggy einkar vel og svo er John C. Reily sem Al góður. Á hinum endanum er Josh Pais sem yfirmaðurinn Robin alveg fáránlegur. Ég veit ekki alveg hvernig hann fór að þessu en ég var alls ekki að kaupa þennan karakter. Það voru fleiri svona "böggandi" karakterar en þó minna áberandi
Myndatakan var nokkuð skemmtileg á köflum þar sem Peggy sat og var í raun bara að hlusta á viðmælendur sína. Horfði hún þá beint á þá og þeir á hana og var myndavélin akkurat í sjónlínu og fékk maður þá betur á tilfinninguna hvernig henni leið.
Þetta var í heildina ágætis mynd en í raun ekkert meistaraverk
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 1.10.2007 kl. 22:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.