The General

Hér er um að ræða alveg æðislega mynd. Myndin varð á þessu ári 80 ára gömul og er engu slakari í dag en þá. Hún er hvorki í lit né með tali en samt nær hann Buster Keaton að skila sínu alveg framúrskarandi vel.general

Buster Keaton leikur lestarstjóran Johnny Gray í þrælastríðinu og er hann yfir sig ástfanginn af stelpunni Annabelle Lee og eru þau bæði úr suðrinu. Þegar stríðið skellur á reynir Buster að skrá sig í herinn til að ganga í augun á sinni heitt elskuðu en er neitað því yfirvöld þykja hann mikilvægari sem lestarstjóri en hermaður. Vart þarf að spyrja sig að því að Annabelle verður mjög vonsvikin og telur hann heigul. Dag einn lendir Annabelle þó í því að vera rænt af Norðanmönnum. Buster lætur ekki segja sér tvisvar áður en hann æðir á eftir þeim.

Myndin gerist næstum öll á tveimur lestum og eru sum atriðin virkilega minnistæð. Frekar mikið af áhættuatriðum voru í myndinni og voru þau að sjálfsögðu öll af gamla skólanum og lék Buster þau sjálfur. Myndin var öll hin spaugilegasta en merkilegasta fannst mér þó að Norðanmennirnir voru í raun vondukallarnir og er það eitthvað sem ég hef ekki kynnst áður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband