2.10.2007 | 13:47
Shotgun Stories
Hér er á ferðinni ein mesta hatursmynd sem ég hef nokkurn tíman séð og allt þetta hatur er að því er virðist af ástæðulausu. Myndin fjallar um 2 hópa af hálfbræðrum í litlum bæ í Arkansas í suðurríkjum bandaríkjanna. Eldri hópurinn hefur það frekar skítt, ólust upp hjá móður sinni því faðirinn hljópst á brott, eignaðist aðra fjölskyldu, hætti að drekka og varð kristinn. Byggist það heil mikið hatur upp á milli hópanna tveggja að því er virðist vegna haturs á föðurnum sem fór yfir og færist hatrið yfir á hina bræðurna sem hata svo eldri bræðurna á móti....... frekar flókið en samt ekki (lesið þetta bara 3var sinnum yfir og þá kemur þetta
)
Myndin er ágætlega gerð en frekar hæg því handritshöfundur gefur sér full langan tíma í að segja frá og sýna aðstöðu og tilfinningum eldri bræðranna. Hins vegar held ég að leikstjórinn hefði ekki getað komist betur frá myndinni handritslega séð því í raun gerðist ekki það mikið. Hefnd hér, hefnd þar...
Leikarar skiluðu verkum sýnum ákaflega vel frá sér og voru mjög trúverðugir sem hinir "gleymdu synir" en yngri bræðurnir voru aðeins á reiki.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.