Gamlar myndir sem eldast vel

Hvað er það sem lætur myndir endast vel ? Fjölda margar myndir eru ótrúlega flottar og skemmtilegar þegar þær koma út en svo 5-10 árum seinna eru þær orðnar kjánalegar. Svo eru aðrar myndir sem eru alveg jafn góðar 10 árum, jafnvel 50 árum seinna eins og þær voru þegar þær komu út fyrst. twister

Twister er að mínu mati ein af þessum myndum sem eldist vel. Þetta er einungis í annað skiptið sem ég sé hana og var hið fyrra rétt eftir að hún kom út á spólu árið 1996, eða 11 árum síðan. Í minningunni var þetta ævintýralega flott og skemmtileg mynd.... en hvað nú? Hún er alveg jafn góð. Auðvitað er tískan búin að breytast alveg helling en myndin sjálf er virkilega góð. Söguþráðurinn er mjög þéttur, leikararnir góðir og já... meira að segja tæknibrellurnar eru flottar. Það sem Twister ætlaði sér að gera kom vel í gegn.

Ef að myndir hafa góða leikara, tæknibrellur sem eru bara aukatariðið og fara ekki fram úr sér og hellst af öllu gott handrit þá er það nokkuð öruggt að myndin kom rétt út.... nema náttúrulega að leikstjórinn sé á sýru

En hvað með þær myndir sem eldast illa? Ég er t.d. mjög hræddur um að eftir 5 ár verði Matrix II og III alveg hrikalega hallærislegar meðan nr. I eigi eftir að eldast vel. Hví? Jú í númer I var sagan og persónurnar frekar mikið í fyrirrúmi og tæknibrelluranar ekki orðnar jafn fáránlega mikill hluti og í II og III. Leikstjórarnir einfaldlega misstu sig með í tæknibrellunum í seinni tveimur myndunum. Ég er t.d. einn af þeim sem

matrix

fannast seinni myndirnar vera temmilega góðar, minnihluta hópur miðaða við það fólk sem ég þekki, en ég held ég eigi ekkert að vera að grafa upp gamla drauga eftir nokkur ár. Sumt er best geymt grafið í DVD staflanum Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband