9.10.2007 | 10:03
Escape from Alcatraz
Ég hafði ekki séð þessa mynd áður og var í raun ekkert búinn að plana að horfa á hana í bráð. Ef máltækið "skemmtilegir hlutir gerast óvænt" er ekki til ætti einhver að búa það til. Ég var bara flakkandi á TV2 hérna í Danmörku og lennti á henni.
Hér er Clint Eastwood kannski ekki í S-inu sínu en þó nokuð nálægt því. Hann leikur hér fanga sem er sendur í hið alræmda fangelsi Alcatraz á eyju rétt fyrir utan San Fransisco. Ekki líður á löngu áður en hann og nokkrir félagar hans leggja á ráðin um að flýja úr fangelsinu. Skemmtilegt var að fylgjast með hvernig þeir félagarnir notuðu hin ýmsu ráð til að brjóta sér leið út. Hugmyndaflugið í botni.
Skemmtilegast finnst mér þó hvernig hann Eastwood er ætíð jafn harður í öllum hans myndum. Hann leikur alltaf sama harðjaxlinn, sama á hvaða aldri hann er, bara í mismunandi aðstæðum og fötum. Ég er ekki að segja að það sé eitthvað slæmt, þvert á móti, því þá get ég ætíð stólað á hann. Þetta er eins og með Jackie Chan nema á betri hátt. Jackie leikur ætíð sama ofurgóða KungFu karlinn sem er alltaf jafn hissa yfir öllu sem skeður í kringum hann.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.