10.10.2007 | 12:03
Til Døden os Skiller
Jæja þá skellti ég mér á mynd hérna í Danmörku. Ég hafði ekki séð neinn trailer, skjáskot eða neitt um söguþráð myndarinnar. Mætti bara í bíóið og keypti mér miða á eitthvað danskt.
Myndin fjallar um mann sem vinnur í kaffiteríu á ferju á milli Svíþjóðar og Danmerkur. Hann er ekkert sérstaklega hamingjusamur og vill helst ekkert fara heim. Hann hengur í Óperunni eins lengi og hann getur á kvöldin. Ástæðan fyrir vanlíðan hans er að konan hans er heldur ekkert sérstaklega hamingjusöm og lætur það bitna á honum með því að lemja hann. ---- Hann er laminn eiginmaður
Hann er ætíð að mæta í vinnuna með ný og ný sár svo að á endanum fattar skipstjórinn hvað er í gangi og lætur hann taka þátt í námskeiði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis nema hvað að hann lendir á námskeiði fyrir gerendur
Í heildina var myndin allt í lagi, leikarar komu sínu ágætlega fram, sviðsmynd vel gerð en sagan var bara úti að fljúga ! Það vantaði einhverja línu sem sagan átti að fylgja en í staðinn hékk hún bara í lausu lofti og vissi ekkert hvert hún átti að fara. Hún byrjaði ágætlega en var svo bara föst á sama stað 2/3 af myndinni, það gerðist í raun ekkert.
Hins vegar var hinn góði danski húmor til staðar nema bara allt of lítið af honum.... kannski var ég hluti af vandamálinu því ég skildi ekki allt og allt í einu voru allir hlæjandi í salnum nema ég því ekki er dönsk mynd textuð í Danmörku.
Ég held ég þurfi að flytjast aftur hingað í einhvern tíman til að ná dönskunni aftur
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.