Chinatown (1974)

Fyrsta myndin sem ég hef séð eftir Roman Polanski

 Ég vissi í raun voðalítið um myndina áður en ég sá þessa mynd. Ég vissi að Jack Nicholson léki í henni en þar lauk vitneskju minni.

 Jack Nicholson leikur hér einkaspæjara sem sérhæfir sig í því aðeltast við eiginmenn kvenna sem halda þá vera ótrúa. Hann fær það verkefni að eltast við háttsettan mann sem kemur sér einkar illa fyrir manninn en þó sérstaklega þegar kemur í ljós að konan sem réð hann var í raun ekkert konan hans. Kemst hann þá á snoðir um þvílíkan svikavef sem fer hátt upp í þjóðfélagsstigan.

Það merkilegasta við myndina er söguþráðurinn. Sagan er stór og mikil en samt hægist ekkert af viti á henni út myndina og er það bæði handritshöfundinum, Robert Towne, og leikstjóranum, Polanski, að þakka. Myndin kom stöðugt á óvart en samt ekki það flókin að mjög erfitt væri að fylgja henni eftir. Virkilega góður krimmi.chinatown

Leikarar stóðu sig mjög vel og má þá helst nefna Jack Nicholson og svo John Huston sem leikur föður konu mannsins sem var látið fylgja eftir (dálítið langt, ég veit). Hin stóðu sig öll vel  og engin sérstaklega léleg. Skemmtilegt er að nefna að sjálfur Roman Polanski lék eitt lítið hlutverk í myndinni og gerði það bara ágætlega, hann er maðurinn í hvítu fötunum hérna á myndinni. 

Útlit myndarinnar var einkar raunverulegt en þar sem það áttu einungis að vera 20 ár frá sögulokum þar til myndin var tekin upp er það líkt og mynd væri gerð í dag um þann tíma er ég var að fæðast svo mikið var enn um hluti og bíla síðan á þeim tíma.

Í heildina litið er þetta frábær mynd og jafnvel meistarastykki en það ætla ég ekki að dæma frekar um. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband