30.10.2007 | 14:09
The Fearless Vampirekillers (1967)
Þetta er önnur myndanna sem ég hef séð eftir Roman Polanski. Hún er einnig þekkt sem Dance of the Vampires. Þessi mynd er ALLT örðuvísi en Chinatown sem ég sá á undan. Hér er um að ræða prófessor og hjálparsvein hans sem eru í leit að sönnunum fyrir tilvist vampíra. Þeir eru komnir lengst til austur-evrópu þar sem allt er á kafi í snjó og allir voða skrítnir. Fá þeir nú fljótt að komast að því að vampírur eru raunverulegar
Útlit myndarinnar er mjög svo frábrugðið Chinatown þar sem allt var mjög raunverulegt. Hér er hins vegar mikill teiknimyndafílingur yfir öllu og er margt líkt með þessari mynd og svo myndum Tim Burtons þó svo hinn síðarnefndi er kannski öllu þunglyndislegri. Karakterar eru nokkuð staðlaðir, prófessorinn snar klikkaður, hjálparsveinninn forvitinn, kærulaus og ástfanginn við hið minnsta og svo vamprían sjálf sem er nákvæmlega eins og maður ímyndar sér Dracula. Þó tel ég þetta ekki eyðileggja fyrir myndinni því er allt gert til að skapa rétta stemningu þar sem þetta á jú að vera vampírumynd af gamla skólanum, þó með gamansömu ívafi.
Þess má geta að Roman Polanski, skrifaði (með hjálp Gérard Brach), leikstýrði og lék í myndinni. Einnig lék framtíðar eiginkona Polanskis í myndinni, Sharon Tate
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.