Rosemary's Baby (1968)

Hér er önnur snilld eftir Roman Polanski

Hér er um að ræða mynd um ung hjón sem eru nýflutt inn í nýja íbúð. Fara fljótlega nágrannarnir að vera óþarflega uppáþrengjandi og skrítnir. Fljótlega verður Rosemary ólétt og samhliða því fara skrítnir hlutir að gerast. Tengjast ýmsir galdrar, skringilegheit og önnur dulúð myndinni. Aumingja Rosemary, full af hormónum, veit ekki í hvorn fótin hún á að stíga en það er að treysta því sem hún hefur ætíð haldið að það eru ekki til neinir galdrar og kukl eða taka engan séns með barnið og koma sér frá þessu öllu.

Þar sem að ég er nú ekki það fróður um kvikmyndasögun get ég ekki fullyrt en er þó nokkuð viss um að þetta er ein af fyrstu myndunum um djöful í mannsmynd (e. antichrist) og tekst hér leikstjóranum alveg frábærlega upp. Það er flott hvernig maður veit ekki alveg hvort móðirin er að tapa vitinu eða hvort það er í raun samsæri í gangi og helst spennan vel út myndina.rosemary2

Ég fór að hugsa dálítið eftir myndina og áttaði mig svo á því að ég mundi ekki hvort hún hafði verið í lit eða ekki. Fór ég því á imdb.com og komst að því að um litmynd væri að ræða þrátt fyrir að í minningunni er hún ætíð í svart/hvítu. Tel ég að það hefði farið henni einkar vel og jafnvel bætt á spennuna og dulúðina sem rýkti yfir myndinni en það er jú smekks atriði.

Leikarar fóru misvel með hlutverk sín líkt og eiginmaður Rosemary, John Cassavetes, en hins vegar var Ruth Gordon í hlutverki gömlu nágrannakonunnar alveg æðisleg og fékk hún meira að segja óskarinn fyrir. Mia Farrow sem Rosemary var þarna mitt á milli. 

Það má með sanni segja að þetta er góð sálfræði hryllingsmynd sem kom með eitthvað alveg nýtt á sínum tíma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Það merkilega við þessa mynd er að hana vantar allt það sem hryllingsmynd hefur

t.d. viðbjóð (blóð, ófreskjur, pyntingar) heldur byggist hún öll upp á sálrænuhliðinni. Maður veit ekki alveg hvort konan sé að missa vitið eða hvort hinir hafa misst vitið

Hún er ekkert í líkingu við myndirnar í dag, Saw og hvað það nú heitir allt, þessi er frekar hæg, langar senur og þar fram eftir götunum.

Tjekk it out man ! 

Óskar Ólafur Hauksson, 7.11.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband