Íslensk Sjónvarpsþáttagerð

Yfirleitt horfi ég ekki mikið á sjónvarp, mun meira af kvikmyndum þá í bíói eða heima í tölvunni. Hins vegar datt ég algjörlega inn á Næturvaktina sem hefur verið í sýningu undanfarið. Húmor handritshöfunda og leikur er með þeim betri sem ég hef séð lengi.

Ef kjósa ætti um hvort setja ætti það fé sem fer í Rúv að fara í leiðinlega spjallþætti í tonnatali eða gera 1-2 góðar seríur á ári myndi ég kjósa seríurnar. Kannski fer þetta að glæðast núna eftir að Björgúlfur eldri skellti sér í djúpulögina.

.... en núna spyr ég. Þeir leikstjórar sem eru að gera kvikmyndir í fullri lengd, líta þeir nokkuð niður á þá gerð sjónvarpsefnis eins og Næturvaktin er og undir hvað flokkast Næturvaktin. Næturvaktin er ekki "sit-com" og er ekki er það langdreginn sunnudags spjall þáttur "litið um öxl" eða eitthvað ámóta. Hvað er hún þá ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valey

hef ekki hugmynd, hef aldrei séd thessa thætti. Ég held afólk sem gerir kvikmyndir líti ekkert nidur á annad folk í sama bransa :)

Valey, 15.11.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband