Systur myndir - Letters from Iwo Jima (2006)

Nú í gær var ég loksins að drattast til að horfa á systurmynd Flags of our Fathers - Letters from Iwo Jimaiwo1

Á sínum tíma fór ég á FF, meðal annars til að sjá leik hjá vini mínum (sem sást þó einungis í um 2 sek Shocking). Mér fannst sú mynd alveg fín en málið var að ég bjóst við örðuvísi mynd, rólegri en ég bjóst við. Hins vegar var allt útlit myndarinnar til fyrirmyndar. Það var þó alltaf eitthvað sem vantaði.

Núna er ég búinn að sjá hina myndina og verð ég að segja að hún er nokkru betri. Í fyrsta lagi byrjaði ég að horfa á hana með þeim hugmyndum að þetta væri ekki stríðsmynd sem gengi út á hasar heldur væri þetta á mannlega þáttinn og þær hörmugnar sem stríð er í raun og veru. Myndin er næstum lit laus og jaðrar við svart/hvítt, líkt og systir sín, og hjálpaði það mikið til við að skapa stemninguna. Það er líka alltaf gaman að sjá hlutina frá sjónarhorni andstæðinga bandamanna sem er fátítt. Enn betra var að sjá sömuiwo2 staðsetningar og bardaga. Í fyrri myndinni hugsaði maður bara  "enn einn japaninn" en í þeirri seinni voru þeir orðnir að manneskjum sem jók enn á hryllinginn.

Í heildina litið var þetta virkilega góð mynd, þó í lengri kanntinum sé hún. Clint Eastwood var ekkert á villgrösum með þessa líkt og hina.

Svo er pælingin, hvort væri betra að horfa á þessa á undan eða hina ? ........Ég held hina nema hvað að horfa verður á hana með því hugarfari að þetta sé ekki hasarmynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valey

Já ég er ekki sammála, ég er á móti stríði svo afhverju að horfa á myndir um það... og afhverju erum við bara tvær sem tjáum okkur hérna, Óskar tekur ekki einu sinni eftir þessu spjalli :)

Valey, 9.12.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband