Hitman (2007)

Talandi um snilld !

Nú eiga einhverjir menntaðir kvikmyndargerðarmenn eftir að missa sig en ég segi það aftur... Hitman er snilld ! Þessi mynd var geggjuð. Hasar út í eitt og ekki vantar húmorinn. Myndin var flott, tæknibrellurnar flottar.hitman

Það var þó eitt sem fór dáldið í taugarnar á mér. Hvað er málið með fáránlega búninga á vondukörlunum ? Þetta eiga að vera einhverjir voða töff hermanna gallar en eru í raun bara hallærislegir. Svo var líka gaman að vita af því að aðal vondi karlinn er í raun og veru danskur Smile

En nóg af væli og skellum okkur aftur í það skemmtilega. Ég er einn af þeim sem spilaði tölvuleikina, reyndar bara fyrsta leikinn, og veit því aðeins út á hvað þetta gengur.Dráp án spurninga og ekkert flóknara en það. Í myndinni voru þeir búnir að gera dálítið meiri sögu í kringum hann, Agent 47, og átti hann að hafa alist upp á sérstöku heimili fyrir framtíðar leigumorðingja en í leiknum hafði hann verið fundinn á geðspítala. Mér líkar betur við myndina. Svo var æðislegt þegar tölvuleikurinn kom við sögu í myndinni, þið áttið ykkur á því þegar þið sjáið þetta Wink

Áður en ég fór á myndina hafði ég bara lesið dóma sem sögðu hana vera eina til tveggja stjörnu mynd og fór ég því með því hugarfari. Það gæti hafað hjálpað til. Hins vegar er ég þeim hæfileikum gæddur að ég slekk bara á heilanum og nýt myndarinnar og ekkert kjaftæði. Þessi mynd var gerð með því markmiði að vera hröð, töff og jafnvel aðeins fyndin og þá sérstaklega fyrir þá sem spilað höfðu leikinn. Hún uppfyllir allar þessar kröfur vel..... svo hvað eru blöð að senda einhverja sem hafa ekkert gaman af svona myndum, dæma þær jafnvel fyrirfram, að dæma svona mynd? Sérstaklega hálf þrítuga konu sem ég efa stórlega að hafi einu sinni vitað af þessum leikjum áður en myndin kom.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Jackal

Ég spilaði byrjunina á þriðja leiknum og það leit út fyrir að vera einhver massa söguþráður í kringum þetta. Enda gerist þriðji leikurinn mest í gegnum flashbökk.

The Jackal, 15.12.2007 kl. 01:38

2 identicon

Umsögn um blogg

30 færslur.

Eiginlega allar standast kröfur. 

10,0

Siggi Palli (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

alræt !

Óskar Ólafur Hauksson, 17.12.2007 kl. 01:23

4 Smámynd: Valey

Tilhamingju :)

Valey, 17.12.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband