Börn (2006)

Er hérna á annan í jólum heima horfandi á Rúv í fyrsta skipti í langan tíma. FootinMouth

Myndin er svona dáldið föst í þessum íslenska farvegi, dramatísk og þunglynd. Hins vegar á hún alveg sína spretti, og þá sérstaklega í kringum handrukkarann. Hún var öll tekin upp í svarthvítu, nema loka textinn rautt/hvítt. Það henntaði myndinni nokkuð vel en var þó í raun ekki nauðsynlegt. Leikstjórinn hefur ábyggilega verið að reyna að skapa drama og svoleiðis, og vera kannski dáldið artí í leiðinni. Leikstjórinn náði því alveg temmilega.

 VARÚÐ! Spoiler

Það sem mér fannst þó merkilegast var sú pæling að allir eru börn  jafnvel þó þau eigi börn sjálf. Handrukkarinn var t.d. voða harður  en átti svo sjálfur krakka sem var í bullandi einelti. En þegar allt var á botninn hvolft var handrukkarinn sjálfur barnið hennar móður sinnar. 

Mynd var í heild sinni ágætis afþreying og kom öllu sínu ágætlega á framfæri.... en það vantaði eitthvað. Myndin náði sér aldrei almennilega á flug, nema þá í kringum handrukkarann, og var hún því frekar hæg. En það var kannski málið. Kannski átti hún að vera svona hæg og dramatísk. Ef svo er er hún flott, annars semi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3 stig.

Siggi Palli (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband