Mýrin (2006)

Enn halda íslensku kvikmyndajólin áfram. Nú skellti ég mér í Mýrina.... já Mýrina og já, ég var ekki búinn að sjá hana.

mýrin1Þar sem ég las nú bókina hérna um árið var ég með söguþráðinn nokkuð á hreinu. Gaman var að fylgjast með muninum á hvernig bókin og svo kvikmyndahandritið komu að efninu. Myndin byrjaði í raun að segja frá endinum FootinMouth og var það hálf kjánalegt. Ef ég hefði ekki verið búinn að lesa bókina hefði þetta að sjálfsögðu ekkert gert að sök, maður er bara svo vanafasturWink. Einnig var gaman að sjá hvernig aðalpersónan var, Ingvar Sigurðsson, því ég hafði alltaf ímyndað mér hann öðruvísi. Hins vegar stóð hann sig bara með prýði og sama má segja um restina af leikurunum. Ég tók ekki eftir neinum í raun sem kallast gæti kjánalegur og pössuðu því allir leikararnir bara ágætlega inn í myndina.

mýrin2Útlit myndarinnar var allt hið flottasta og var greinilega mikið lagt í að gera hana flotta en á sama tíma raunverulega því ekki var sagan um einhverja ofurlöggu í Hong Kong eða LA Wink.

Í heildina litið er þetta með betri íslenskum myndum sem ég hef séð. Sæmir sér ágætlega við hliðina á Englum Alheimsins. Virkilega hágæða mynd og engu síðri en þessar Hollywood myndir sem flæða stanslaust.

p.s. ég er þó enn dáldið soft fyrir Astrópíu Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

4 stig.

Siggi Palli (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband