Reynt fyrir sér á skólavélina

panasonic

Ég fékk vélina lánað núna yfir helgina. Ég kunni ekkert á vélina jafnvel þó við höfðum gert þessa rugl stuttmynd síðasta haust. Ég var aðallega að stjörnustælast Wink

Ég ætlaði upphaflega að taka stutt myndband um bíl vinar míns, MMC VR-4 3000GT (svona fyrir bílaáhugamennina),  en hann þurfti að forfallast. Hvað gera bændur þá við geggjaða myndavél á sunnudagskveldi ? Jú þeir hringja bara í næsta og segja honum að hann muni verða kvikmyndastjarna Grin

Ég tók upphaflega bara einhver random skot af vini mínum. Var að læra á hvernig skal taka hvítt og prófa manual zoom.... en gleymdi í fyrstu skotunum að vélin var einnig stillt á manual focus og eru þær því frekar óskýrar. Ég lét hann vin minn, Snorra, emo-ast eitthvað "ég er þunglyndur" lookið uppi í Kaldárseli og nokkur skot innan úr bílnum hans. Síðan þurfti hann að tala við kærustuna sína. Á meðan beið ég því bara í bílnum og tók bara upp eitthvað, tók í fyrsta skipti upp skot þar sem aðeins einn hlutur er í focus en ekkert annað. Síðan þegar Snorri kom aftur voru þau skötuhjúin hætt saman.

Af því tilefni klippti ég þetta saman og skýrði "Á lausu" því karlinn er jú á lausu.

Þess má geta að upphaflega tók ég upp 8 mínútur af efni en stytti það niður í 2. Slóðin inn á youtube er http://youtube.com/watch?v=5-v1BN6fMys


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valey

oki, þetta var skrýtin færsla, en gangi þér vel :)

Valey, 15.1.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Valey

já, þetta var alveg undarlegt myndband og hljóðlaust hér sem ég horfði á það allavegana, en ég mæli sem sagt með einhverju töff lagi undir ;) þetta var samt alveg ágæt afþreying í economics tímanum mínum ;)

Valey, 18.1.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Valey

Komst ad því að ég kann ekkert á vista það var víst á mute hjá firefox

Valey, 19.1.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

kemur

Óskar Ólafur Hauksson, 21.1.2008 kl. 21:41

5 identicon

Um að gera að prófa sig áfram. Og alveg sæmilegt myndband.

5 stig. 

Siggi Palli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband