The King of Kong: a fist full of Quarters (2007)

.... og enn heldur heimildamyndaveislan mín áfram Smile

kingÉg bara varð að skella mér á þessa núna áðan þegar ég heyrði af henni í Regnboganum á 'Grænu ljósa' dögum. Myndin fjallar í stuttu máli um tvo gaura, eitthvað í kringum fertugt, sem berjast um heimsmetið í Donkey Kong.... já Donkey Kong! Þetta hljómar náttúrulega allt mjög nördalega og að sjálfsögðu er hún það en hún er bara svo miklu meira en mynd um tvo fertuga gaura spila tölvuleiki. Heimsmet eru ekkert bara slegin á Ólympíuleikunum.... þau eru líka slegin í spilasölum.

Myndin er alveg virkilega skemmtilega vel upp sett. Hún byrjaði á því að fara lauslega í gegnum sögu Arcade leikja á fyrri hluta 9. áratugarins og hvernig það kom til að keppnir voru haldnar og eru enn. Twin Galaxies er kynnt til sögunnar en þeir sjá um að halda utan um met í arcade leikjum og treystir meira að segja Guinness þeim til að allt sé löglegt. Síðan kynntumst við goðsögninni honum Billy Mitchell. Hann var í fyrstu Arcade keppninni áriðtveir 1982 og er alveg magnaður gaur. Hann er frekar stífur og segir ekkert sérstaklega mikið og vill helst koma fólki á óvart. Svo árið 2002 kom upp úr þurru Steve Wiebe (Weebee) og bætti metið hans Billy´s. Hann varð hálfgert celebrity eða allt þangað til þeir hjá Twin Galaxies dæmdu metið ógilt. Wiebe hafði nefnilega keypt spilakassan sinn hjá Roy nokkrum sem hafði í mörg ár verið höfuðandstæðingur Billy´s. Fundu þeir hjá Twin Galaxies eitthvað að borðunum hans Wiebe og því féll metið aftur til Billa. wiebeaustin

 Þannig er upphafið að myndinni. Hann Wiebe þurfti því að bæta metið hans Billa aftur en núna opinberlega. Þetta var alveg virkilega spennandi og mjög vel gert hvernig við skiptumst á að sjá hann Wiebe hanga tímunum saman fyrir framan spilakassan og svo hann Billy plana eitthvað á bakvið tjöldin. Það komu nokkur mögnuð andartök og ég varð án gríns alveg virkilega spenntur. Ég gjörsamlega náði að lifa mig inn í myndina og gleymdi mér alveg nema þegar ég hætti að finna fyrir vinstri löppinn og fékk náladoða Tounge

Ned Flanders-2Í myndinni virtist hann Billy vera hið mesta gerpi því hann vildi ekkert keppa við Wiebe opinberlega og fleira. Hann var eiginlega bara alveg fáránlegur gaur og því líkur hrokagikkur. Ég bara þoldi hann ekki í enda myndarinnar og fór myndin úr því að vera létt keppni á milli manna yfir í að vera barátta góðs og ills. Hann Wiebe er nefnilega einn sá yndælasti maður sem ég hef kynnst á hvítatjaldinu. Hann er giftur, á tvö börn og kennir eðlisfræði í framhaldsskóla. Hann er einfaldlega sá ljúfasti... svona svipaður og Flanders í Simpsons nema hvað maður fær ekki ógeð af honum undir eins. Hins vegar eftir smá lestur á netinu komst ég að því að hann Billy ætti kannski ekki allt þetta mótlæti skilið. Hann sagði aldrei neitt ljótt um mótherjana né var eitthvað verulega óheiðarlegur. Hvernig má það þá til að mér var orðið svona illa við hann í lokin ?

Sá sem klippti myndina vissi augljóslega hvað hann var að gera. Hann vildi setja hana upp sem svart á hvítu.... og það tókst alveg prýðilega vel. Þessar tilfinningar sem ég bar til Billa koma ekkert á óvart en svona eftir á að hyggja... átti hann þær skilið ? Ég held ekki. Þetta er jú að alveg hrikalega spes gaur en það eru allir hinir líka. Ætli hann Wiebe sé ekki sá eðlilegasti í allri myndinni ? 

kokmitchellHvað ætli þessi mynd sé þá ? Er þetta heimildamynd eða áróðurs mynd ? Er þetta eitthvað annað en áróður á móti honum Billy til þess eins að búa til skemmtilega mynd ? Það má vel vera að hann sé í raun asni og fífl en miðað við hvað kvikmyndagerðarmennirnir slepptu miklu efni má ætla að þeir hafi einnig sleppt því þegar Billy var næs og fínn. Það er dálítið erfitt að meta það á þessari stundu. T.d. höfðu þeir tveir keppt í Donkey Kong árið 2004 en ekkert var minnst á það í myndinni.

Endanlegt álit mitt á myndinni er þetta. Ef við lítum á myndina sem sanngjarna umfjöllun þar sem reynt var að leyfa okkur að sjá allt í réttu ljósi þá fengi hún ekket sérstaklega góða einkunn. Ef við hins vegar lítum á hana frá skemmtana sjónamiðinu þá er þetta án efa besta heimildamynd sem ég hef séð. Ég hef sjaldan skemmt mér jafn mikið á einni mynd eins og þessari. Það var einungis eftir að ég fór að lesa mér til um hana sem hún dampaðist aðeins niður. Þrátt fyrir allar þær mis áreiðanlegu heimildir sem ég las eru þetta alveg tveir magnaðir Donkey Kong spilarar og eiga mikið hrós skilið og ekkert tekur það frá þeim.... ekki einu sinni hvernig þeir haga sér félagslega.

Endilega kíkið á þessa og kíkið svo á þennan link EFTIR að þið hafið séð myndina. Hann hefur nefnilega að geyma nýjustu upplýsingar um hver á hæsta metið í Donkey Kong

 http://www.twingalaxies.com/index.aspx?c=22&pi=2&gi=3852&vi=22


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg færsla og góður áróður fyrir myndina. Núna dauðlangar mig til þess að sjá hana (ef einungis ég hefði tíma...).

8 stig. 

Siggi Palli (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband