Reynt fyrir sér á skólavélina

panasonic

Ég fékk vélina lánað núna yfir helgina. Ég kunni ekkert á vélina jafnvel þó við höfðum gert þessa rugl stuttmynd síðasta haust. Ég var aðallega að stjörnustælast Wink

Ég ætlaði upphaflega að taka stutt myndband um bíl vinar míns, MMC VR-4 3000GT (svona fyrir bílaáhugamennina),  en hann þurfti að forfallast. Hvað gera bændur þá við geggjaða myndavél á sunnudagskveldi ? Jú þeir hringja bara í næsta og segja honum að hann muni verða kvikmyndastjarna Grin

Ég tók upphaflega bara einhver random skot af vini mínum. Var að læra á hvernig skal taka hvítt og prófa manual zoom.... en gleymdi í fyrstu skotunum að vélin var einnig stillt á manual focus og eru þær því frekar óskýrar. Ég lét hann vin minn, Snorra, emo-ast eitthvað "ég er þunglyndur" lookið uppi í Kaldárseli og nokkur skot innan úr bílnum hans. Síðan þurfti hann að tala við kærustuna sína. Á meðan beið ég því bara í bílnum og tók bara upp eitthvað, tók í fyrsta skipti upp skot þar sem aðeins einn hlutur er í focus en ekkert annað. Síðan þegar Snorri kom aftur voru þau skötuhjúin hætt saman.

Af því tilefni klippti ég þetta saman og skýrði "Á lausu" því karlinn er jú á lausu.

Þess má geta að upphaflega tók ég upp 8 mínútur af efni en stytti það niður í 2. Slóðin inn á youtube er http://youtube.com/watch?v=5-v1BN6fMys


Hvað ef ! I know who killed me (2007)

lohan

Hvað ef Lindsey Lohan væri betri leikona, Chris Sivertson hefði fullkomið vald yfir Lohan og Jeff Hammond hefði pælt meira í handritinu..... þá hefði þetta getað orðið geggjuð mynd

Ég verð að játa það að ég er dálítið soft fyrir Lohan síðan hún var á sínu "eðlilega" tímabili og varð horuð, en við erum ekki að tala um það. Framan af var myndin alveg ágæt og lofaði góðu. Lohan var hot og var í raun ekki að gera neinar rosa skissur í leik sínum. Allt gekk ágætlega. Síðan gerðist eitthvað... handritinu og leik Lohan að kenna.... jafnvel leikstjóranum eða bara öllum að myndin fór út um þúfur.

Hugmyndin að nota alltaf blátt þegar morðinginn var nálægt var alveg sniðug og setti ákveðin sjarma yfir myndina en var á sama tíma hálf kjánaleg. Þetta þema var bara of illa útsett. Síðan var kærastinn mjög kjánalegur, eins og flest allt í kringum myndina. Það að Lindsey Lohan sé hot er bara ekki nóg. 

Þetta er ágætis mynd til að horfa á með núverandi eða tilvonandi kærustunni en annars ekki.... eiginlega bara alls ekki. Skildi alveg hrikalega lítið eftir sig.


Johnny got his Gun (1971)

GothisgunÉg skellti mér í hádramað !

Hér fylgjumst við með ungum manni sem verður fyrir því óláni að verða fyrir sprengju í fyrri heimstyrjöldinni. Við þetta missir hann í raun öll skynfæri, augu, munn, nef, hendur o.s.frv. Hann varð í raun tilraun læknis sem var að prófa hvort líkaminn gæti lifað án hugans. Hins vegar er hugurinn ekki búinn heldur á fullu. Getur bara ekki gefið neitt frá sér. Þetta gefur ekki mikla möguleika á því að láta manninn tala mikið við aðra og er því stór hluti myndarinnar minningar þessa manns, þá aðallega úr barnæsku um föður sinn og svo kærustuna sem beið heima. Svo er það einn daginn að hann áttar sig á aðferð til að hafa samband við umheiminn.

Myndin var að stórum hluta tekin upp í svarthvítu, sá hluti eftir slysið, og svo minningarnar í lit.  Þetta er dáldið spes mynd, á góðan hátt, enda um frekar óvenjulegt umfangsefni. Það var alveg ótrúlegt hvað ég hélst við að horfa á þessa mynd enda lítið um spennu. Hún var samt á furðulegan hátt frekar góð..... bara svolítið klikkuð.

Þess má geta að það er búið að taka upp endurútgáfu af myndinni og er hún í klippingu, samkvæmt imdb.com 

Það gæti orðið fróðlegt núna á tímum tölvuteiknunar hvernig þeir útfæra drauma hans og minningar. Eitt veit ég þó með vissu... sprengjuhljóðið verður aðeins flottara í þeirri nýju. Það getur vel verið að það hafi átt að vera svona en ég fílaði það bara ekki. 


A Lonely Sky (2006)

Ég rakst á þessa mynd fyrir tilviljun. Þetta er írsk stuttmynd um það þegar Kaninn var að reyna að brjóta hljóðmúrinn. Allir leikarar myndarinnar voru írskir fyrir utan einn gamlan karl FootinMouth.

alonelysky1Þegar ég sá fyrst þessa mynd hugsaði ég að þetta er ein af þeim "heppnu" stuttmyndum sem hafa fengið rausnarlegan styrk því allt í sambandi við myndina var hið flottasta. Slatti af tölvuteiknuðum atriðum, flugvélum, sprengingum o.s.frv. Síðan fann ég heimasíðu myndarinnar www.alonelysky.com og komst ég að svolitlu merkilegu. Leikstjórinn fékk engan styrk við gerð myndarinnar vegna þess að í handritinu er gert ráð fyrir sviðsmyndum, brellum og fleiru sem kostar skildinginn. Varð því leikstjórinn að gera þetta bara allt sjálfur. Leikararnir unnu launalaust og leikstjórinn teiknaði allt sjálfur og þar sem tölvuteiknuðu atriðin eru eitthvað um 5 min af 10 min mynd er það eiginlega bara geggjun W00t

ALS_FILM_03454_En ef við lítum framhjá því hversu ótrúlega flott þessi mynd er þá er hún samt svo miklu meira en það. Myndin er vel útfærð, klippt og leikur leikaranna er hin besti. Svo má bæta því við að ég var með alveg hrikalega flugvéladellu hérna í gamla daga og hjálpar það kannski alveg dálítið til.

Ég mæli hiklaust með þessari mynd 


Mýrin (2006)

Enn halda íslensku kvikmyndajólin áfram. Nú skellti ég mér í Mýrina.... já Mýrina og já, ég var ekki búinn að sjá hana.

mýrin1Þar sem ég las nú bókina hérna um árið var ég með söguþráðinn nokkuð á hreinu. Gaman var að fylgjast með muninum á hvernig bókin og svo kvikmyndahandritið komu að efninu. Myndin byrjaði í raun að segja frá endinum FootinMouth og var það hálf kjánalegt. Ef ég hefði ekki verið búinn að lesa bókina hefði þetta að sjálfsögðu ekkert gert að sök, maður er bara svo vanafasturWink. Einnig var gaman að sjá hvernig aðalpersónan var, Ingvar Sigurðsson, því ég hafði alltaf ímyndað mér hann öðruvísi. Hins vegar stóð hann sig bara með prýði og sama má segja um restina af leikurunum. Ég tók ekki eftir neinum í raun sem kallast gæti kjánalegur og pössuðu því allir leikararnir bara ágætlega inn í myndina.

mýrin2Útlit myndarinnar var allt hið flottasta og var greinilega mikið lagt í að gera hana flotta en á sama tíma raunverulega því ekki var sagan um einhverja ofurlöggu í Hong Kong eða LA Wink.

Í heildina litið er þetta með betri íslenskum myndum sem ég hef séð. Sæmir sér ágætlega við hliðina á Englum Alheimsins. Virkilega hágæða mynd og engu síðri en þessar Hollywood myndir sem flæða stanslaust.

p.s. ég er þó enn dáldið soft fyrir Astrópíu Whistling


Bræðrabylt (2007)

Stuttmynd eftir Grím Hákonarson. Hún fjallar um tvo menn í glímufélagi úti á landi. Er annar þeirra bóndi en hinn verkamaður við gangnagerð. Eiga þeir í leynilegu ástarsambandi og að sjálfsögðu leyna þeir sambandinu fyrir sveitungum sínum. Gætum lýst myndinni sem stuttri útgáfu af Brokeback Mountain, þrátt fyrir að undirritaður hafi ekki séð þá síðarnefndu.

Þótti mér myndin einkar flott og verulega vel gerð. Ótrúlega flott þegar kallarnir sátu hvorir í sínu tækinu og voru hugsi. Ég var að fíla þessa mynd.


Börn (2006)

Er hérna á annan í jólum heima horfandi á Rúv í fyrsta skipti í langan tíma. FootinMouth

Myndin er svona dáldið föst í þessum íslenska farvegi, dramatísk og þunglynd. Hins vegar á hún alveg sína spretti, og þá sérstaklega í kringum handrukkarann. Hún var öll tekin upp í svarthvítu, nema loka textinn rautt/hvítt. Það henntaði myndinni nokkuð vel en var þó í raun ekki nauðsynlegt. Leikstjórinn hefur ábyggilega verið að reyna að skapa drama og svoleiðis, og vera kannski dáldið artí í leiðinni. Leikstjórinn náði því alveg temmilega.

 VARÚÐ! Spoiler

Það sem mér fannst þó merkilegast var sú pæling að allir eru börn  jafnvel þó þau eigi börn sjálf. Handrukkarinn var t.d. voða harður  en átti svo sjálfur krakka sem var í bullandi einelti. En þegar allt var á botninn hvolft var handrukkarinn sjálfur barnið hennar móður sinnar. 

Mynd var í heild sinni ágætis afþreying og kom öllu sínu ágætlega á framfæri.... en það vantaði eitthvað. Myndin náði sér aldrei almennilega á flug, nema þá í kringum handrukkarann, og var hún því frekar hæg. En það var kannski málið. Kannski átti hún að vera svona hæg og dramatísk. Ef svo er er hún flott, annars semi. 


Hitman (2007)

Talandi um snilld !

Nú eiga einhverjir menntaðir kvikmyndargerðarmenn eftir að missa sig en ég segi það aftur... Hitman er snilld ! Þessi mynd var geggjuð. Hasar út í eitt og ekki vantar húmorinn. Myndin var flott, tæknibrellurnar flottar.hitman

Það var þó eitt sem fór dáldið í taugarnar á mér. Hvað er málið með fáránlega búninga á vondukörlunum ? Þetta eiga að vera einhverjir voða töff hermanna gallar en eru í raun bara hallærislegir. Svo var líka gaman að vita af því að aðal vondi karlinn er í raun og veru danskur Smile

En nóg af væli og skellum okkur aftur í það skemmtilega. Ég er einn af þeim sem spilaði tölvuleikina, reyndar bara fyrsta leikinn, og veit því aðeins út á hvað þetta gengur.Dráp án spurninga og ekkert flóknara en það. Í myndinni voru þeir búnir að gera dálítið meiri sögu í kringum hann, Agent 47, og átti hann að hafa alist upp á sérstöku heimili fyrir framtíðar leigumorðingja en í leiknum hafði hann verið fundinn á geðspítala. Mér líkar betur við myndina. Svo var æðislegt þegar tölvuleikurinn kom við sögu í myndinni, þið áttið ykkur á því þegar þið sjáið þetta Wink

Áður en ég fór á myndina hafði ég bara lesið dóma sem sögðu hana vera eina til tveggja stjörnu mynd og fór ég því með því hugarfari. Það gæti hafað hjálpað til. Hins vegar er ég þeim hæfileikum gæddur að ég slekk bara á heilanum og nýt myndarinnar og ekkert kjaftæði. Þessi mynd var gerð með því markmiði að vera hröð, töff og jafnvel aðeins fyndin og þá sérstaklega fyrir þá sem spilað höfðu leikinn. Hún uppfyllir allar þessar kröfur vel..... svo hvað eru blöð að senda einhverja sem hafa ekkert gaman af svona myndum, dæma þær jafnvel fyrirfram, að dæma svona mynd? Sérstaklega hálf þrítuga konu sem ég efa stórlega að hafi einu sinni vitað af þessum leikjum áður en myndin kom.

 


Systur myndir - Letters from Iwo Jima (2006)

Nú í gær var ég loksins að drattast til að horfa á systurmynd Flags of our Fathers - Letters from Iwo Jimaiwo1

Á sínum tíma fór ég á FF, meðal annars til að sjá leik hjá vini mínum (sem sást þó einungis í um 2 sek Shocking). Mér fannst sú mynd alveg fín en málið var að ég bjóst við örðuvísi mynd, rólegri en ég bjóst við. Hins vegar var allt útlit myndarinnar til fyrirmyndar. Það var þó alltaf eitthvað sem vantaði.

Núna er ég búinn að sjá hina myndina og verð ég að segja að hún er nokkru betri. Í fyrsta lagi byrjaði ég að horfa á hana með þeim hugmyndum að þetta væri ekki stríðsmynd sem gengi út á hasar heldur væri þetta á mannlega þáttinn og þær hörmugnar sem stríð er í raun og veru. Myndin er næstum lit laus og jaðrar við svart/hvítt, líkt og systir sín, og hjálpaði það mikið til við að skapa stemninguna. Það er líka alltaf gaman að sjá hlutina frá sjónarhorni andstæðinga bandamanna sem er fátítt. Enn betra var að sjá sömuiwo2 staðsetningar og bardaga. Í fyrri myndinni hugsaði maður bara  "enn einn japaninn" en í þeirri seinni voru þeir orðnir að manneskjum sem jók enn á hryllinginn.

Í heildina litið var þetta virkilega góð mynd, þó í lengri kanntinum sé hún. Clint Eastwood var ekkert á villgrösum með þessa líkt og hina.

Svo er pælingin, hvort væri betra að horfa á þessa á undan eða hina ? ........Ég held hina nema hvað að horfa verður á hana með því hugarfari að þetta sé ekki hasarmynd.


Rashômon (1950)

Við kíktum hérna á japanska leikstrjóan Akira Kurosawa, Rashomon.  Hér er sögð saga frá nokkrum mismunandi sjónarhornum og eru frásagnirnar ekki alveg í takt. Gaman var að sjá hvernig perónurnar lituðu frásögnina eftir því hvernig þeim henntaði. Gerðu þær það jafnvel til að fela galla mannskeppnunar því þær gátu/þorðu ekki að takast á við raunveruleikann. Einnig var gaman að bera saman japanska og íslenska menningu.... japanir eru klikk Wink

Myndin var gerð árið 1950 og er því barn síns tíma og sást það helst á tæknibrellunum en þar sem þær voru ekki aðalatriðið bitnaði það lítið á myndinni. 

Útlit myndarinnar var einfalt og í raun bara þrjár staðsetningar alla myndina. Ef vitið er í lagi þarf ekki milljónir til að gera fína sviðsmynd... skella sér bara upp í Heiðmörk og svo inn í vöruskemmu og Voila ! (hvernig sem það er skrifað)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband