Qallunaat - Why White People Are Funny (2006)

Orðið dálítið síðan ég hripaði eitthvað niður á þessa síðu og það gæti jafnvel tengst því að ég er enn í stúdentsprófunum Wink

whiteÉg gaf mér þó tíma til að kíkja á þessa 52 mínútna löngu heimilda mynd. Myndin fjallar í stuttu máli um að Ínúítar hafa fengið sig full sadda á því að hvíti maðurinn hafi í gegnum tíðina rannsakað þau og komið þeirra hugmyndum upp á þau... núna er komið að þeim.

Myndin fer í fljótu bragði yfir það hvenær hvíti maðurinn komst í kynni við Ínúítanna, í Norður-Kanada, til dagsins í dag. Hvernig þeir neyddu þeirra hugmyndum upp á þá og sögðu þeim hvað ætti að gera án þess að spyrja þá álits. Ekki einu sinni að aðlagast þeirra menningu... Ínúítar áttu bara að verða hvítir.

white2Þetta er nokkuð merkileg mynd að mörgu leiti og ágætlega gerð hvernig þeir fara í gegnum samskipti sín við hvíta manninn. Hins vegar eru mörg atriðin alveg hrikalega asnaleg, sérstaklega þau þar sem einhver vísindastöð átti að vera starfrækt. Meðan ég horfði á myndina fannst mér þetta alveg fáránleg pæling og áttaði mig ekki alveg hvert kvikmyndargerðamennirnir voru að taka áhorfendur. Síðan fór ég að hugsa í prófalestrinum og áttaði mig á því að svona leið Ínúítunum á sínum tíma. Alveg fáránlegar vísindarannsóknir og eiginlega niðurlægjandi. Þeir voru eiginlega að hefna sín með þessu. Þetta að vísu réttlætti atriðin að hluta en samt ekki. Þau voru bara of fáránlega útfærð og kjánaleg í raun.

Pælingin að einvherjir utanaðkomandi skilgreindu atferli vestrænna manna var reyndar nokkuð góð. Þar sem að ég sem Íslendingur og hluti af hinu vestræna þjóðfélagi og sé hvernig ég haga mér frá þeirra sjónvarmiði var virkilega frumlegt og skemmtilegt. Virkilega skemmtilegur hluti myndarinnar.  

Ég mæli alveg með þessari mynd fyrir þá sem vilja kynna sér aðeins menningu Ínúíta og samskipti þeirra við aðrar þjóðir í gegnum tíðina. Búið ykkur bara undir nokkra stutta kjánalega kafla Smile


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband