Kvikmynda/gerðar/fræði/veturinn mikli !

Ég ætla að byrja á því að segja að þetta hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á skólagöngu minni. Þetta hafa verið alveg æðislegir tímar þrátt fyrir dálítið rugl svona af og til.

En eigum við að fara yfir það sem var skemmtilegt... og það sem var ekki eins skemmtilegt.

Það góða

Mér fannst virkilega gaman af kvikmyndasögunni og það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum komist lengra í henni. Það var einnig fróðlegt að læra um það hvernig senur eru byggðar upp, t.d. Notorious senan. Þetta fær mann alveg til að pæla meira í myndum.

Það sem mér fannst samt skemmtilegast við "bóklega námið" voru reglurnar í sambandi við myndatöku. Ég hafði ekkert leitt hugann að því hvernig maður á að haga sér við myndatöku og láta persónur koma framhjá myndavélinni eða frá hvaða horni maður tekur myndina til að ná fram öðrum áhrifum, t.d. sterk persóna eða veik. Ég horfði meira að segja á 12 Angry men til að sjá þetta í sínu tærasta formi. (hefði eiginlega átt að blogga um hana FootinMouth)

Skemmtilegasta var þó vinnslan og allt stússið í kringum stuttmyndirnar. Var einhvern veginn að fíla mig í botn í öllu þessu stressi og veseni. Þetta reddast allt saman Tounge

Fyrirlestra formið var nokkuð gott til að kynnast hinum ýmsu leikstjórum og stefnum og það á vel heima í þessum tímum. Þetta er eitthvað sem maður hefði ekki kynnst annars.

Mikið var það líka gott að breytt var um form á blogginu... núna gat maður lagt einhverja vinnu í bloggið og fengið hana til baka. Alltaf gott að hafa smá val 

Það slæma

 Siggi var kannski ekki með þetta alveg á hreinu hvernig hann ætti að hafa námskeiðið... en það er nú kannski ekki nema von því þetta er fyrsta skiptið sem hann kennir þetta (held ég allaveganna). Ég hafði heyrt að áður hafi kikmyndafræðin verið eitthvað pain og reyndi Siggi augljóslega að þræða einhverja nýja slóða. Því var smá rugl á honum af og til. Hann verður búinn að fín pússa þetta fyrir næsta vetur. Gott hefði t.d. að vera með seinni fyrirlesturinn í janúar/febrúar eða jafnvel að dreifa hópunum meira, með því skilyrði að þeir sömu verði í bæði fyrirlestrar og stuttmynda hópnum. Þá hefði hver hópur fengið meiri tíma með vélarnar. Vil ég þó benda á að aldrei var leiðinlegt í þessum tímum... tíminn var bara ekki nýttur jafn vel og hefði verið hægt.

Svo verð ég bara aðeins að röfla um tímann á myndunum sem við sáum en ég þurfti alltaf að bíða í þrjár kennslustundir.... ég veit þó að það er erfitt að koma þessu fyrir svo öllum líki og í þetta skiptið var ég í minnihlutanum Frown

Lok

Eins og ég sagði áðan þá hefur þetta verið alveg æðislegt námskeið og ég haft virkilega gaman af þessu..... meira það gaman að ég er byrjaður að gæla við þá hugmynd að fá mér myndavél og skella mér út í heimildamyndirnar... verst ég yrði þá líklega fátækur allt mitt líf nema ég myndi giftast til fjár Wink

Takk fyrir mig !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætis punktar. Þú hefðir mátt tiltaka það hvenær maður var í ruglinu - ég geri þó ráð fyrir því að það hafi a.m.k. verið í handritahlutanum.

Raunar kenndi ég þetta með öðrum þegar þetta var seinast kennt - þegar þetta var algjört pain.  Þá var það bara svo rosalegt pain að ég henti gjörsamlega öllu út. Í ár náði ég í raun bara að skipuleggja haustönnina eins vel og ég hefði viljað. Vorönnin var meira stress og reddingar (og rugl).

Takk fyrir veturinn.

Siggi Palli (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Ég býst nú alveg við að ég muni blogga meira. Þetta er alveg nokkuð gaman

Það er kannski ekki jafn gaman að fá ekki lengur stig

Óskar Ólafur Hauksson, 22.4.2008 kl. 16:35

3 identicon

Nokkuð gaman að lesa líka :)

Ég skal gefa þér stig :þ

Lena (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband