Færsluflokkur: Kvikmyndir

Qallunaat - Why White People Are Funny (2006)

Orðið dálítið síðan ég hripaði eitthvað niður á þessa síðu og það gæti jafnvel tengst því að ég er enn í stúdentsprófunum Wink

whiteÉg gaf mér þó tíma til að kíkja á þessa 52 mínútna löngu heimilda mynd. Myndin fjallar í stuttu máli um að Ínúítar hafa fengið sig full sadda á því að hvíti maðurinn hafi í gegnum tíðina rannsakað þau og komið þeirra hugmyndum upp á þau... núna er komið að þeim.

Myndin fer í fljótu bragði yfir það hvenær hvíti maðurinn komst í kynni við Ínúítanna, í Norður-Kanada, til dagsins í dag. Hvernig þeir neyddu þeirra hugmyndum upp á þá og sögðu þeim hvað ætti að gera án þess að spyrja þá álits. Ekki einu sinni að aðlagast þeirra menningu... Ínúítar áttu bara að verða hvítir.

white2Þetta er nokkuð merkileg mynd að mörgu leiti og ágætlega gerð hvernig þeir fara í gegnum samskipti sín við hvíta manninn. Hins vegar eru mörg atriðin alveg hrikalega asnaleg, sérstaklega þau þar sem einhver vísindastöð átti að vera starfrækt. Meðan ég horfði á myndina fannst mér þetta alveg fáránleg pæling og áttaði mig ekki alveg hvert kvikmyndargerðamennirnir voru að taka áhorfendur. Síðan fór ég að hugsa í prófalestrinum og áttaði mig á því að svona leið Ínúítunum á sínum tíma. Alveg fáránlegar vísindarannsóknir og eiginlega niðurlægjandi. Þeir voru eiginlega að hefna sín með þessu. Þetta að vísu réttlætti atriðin að hluta en samt ekki. Þau voru bara of fáránlega útfærð og kjánaleg í raun.

Pælingin að einvherjir utanaðkomandi skilgreindu atferli vestrænna manna var reyndar nokkuð góð. Þar sem að ég sem Íslendingur og hluti af hinu vestræna þjóðfélagi og sé hvernig ég haga mér frá þeirra sjónvarmiði var virkilega frumlegt og skemmtilegt. Virkilega skemmtilegur hluti myndarinnar.  

Ég mæli alveg með þessari mynd fyrir þá sem vilja kynna sér aðeins menningu Ínúíta og samskipti þeirra við aðrar þjóðir í gegnum tíðina. Búið ykkur bara undir nokkra stutta kjánalega kafla Smile


The Devil´s Playground (2002)

Devils_playgroundÞessi mynd fjallar um þegar Amish krakkarnir fara út í lífið 16 ára gamlir og þurfa svo að ákveða sig hvort þeir snúi aftur til baka eða ekki. Þetta er kallað rumspiga sem þýðir í raun "hlaupa/hoppa um". Flest allir detta bara feitt í það, drekka og dópa, og er í raun bara í rugli í nokkur ár... þau gera bókstaflega allt sem þeim dettur í hug. Yfirleitt er það fyrsta sem krakkarnir gera er að kíkja í Kringluna (mall-ið), fara í keilu og allt þetta venjulega sem þau höfðu aldrei kynnst... 

Síðan kemur það ótrúlega... eitthvað í kringum 90% af krökkunum ákveða að snúa til baka. Hætta að lifa eins og restin af heiminum, fara um á hestum í staðinn fyrir bíl, ekkert rafmagn, láta sér vaxa skegg o.s.frv. Þetta ákveða þau af sjálfsdáðum. En hvað fær einhvern til að gefa upp líf þægindanna ?

devils2Það sem Amish fólkið hefur fram yfir okkur er hið einfalda líf. Það er allt mun rólegra því þau hafa í raun ekki það mikið að gera. Enginn þáttur í sjónvarpinu sem þau eru að missa af, þau hafa hvort annað og söfnuðinn. Þar af leiðandi eru þau öll mun nánari, allir góðir vinir... í raun hið fullkomna fyrirmyndar samfélag. Engir glæpir, ekkert áfengi. Fyrir flesta Amish krakkana er þetta það sem þau vilja. Skírast, finna sér einhvern sem þau vilja eyða lífinu með og eignast krakka.... síðan eru það hin

devilsAð sjálfsögðu er þetta ekki fyrir alla.  Margir snúa aldrei aftur enda er það engan veginn létt ákvörðun. Það er nefnilega enginn neyddur til að játast trúnni og skírast. Það voru nokkur alveg mögnuð viðtöl við krakka sem ætla að snúa aftur og svo hin sem fara ekki aftur. Þau tala nokkuð opinskátt um líf sitt fyrir og eftir og líka hvers vegna þau ákveða framtíðar líf sitt á þennan máta. 

Hugsunin á bakvið rumspiga er að þau geti ákveðið það sjálf hvort án þess að vera sár hvort þau vilji vera Amish og vera sátt við ákvörðun sína. Annars gæti alltaf verið þessi hugsun "hvað ef?"

Endilega kíkið á þessa ef þið komist yfir hana. Sjón er virkilega söguríkari.

Er það svo ekki við hæfi að kíkja á lagið hans Weir Al´Yankovic - Amish Paradise 


Kvikmynda/gerðar/fræði/veturinn mikli !

Ég ætla að byrja á því að segja að þetta hefur verið það skemmtilegasta sem ég hef gert á skólagöngu minni. Þetta hafa verið alveg æðislegir tímar þrátt fyrir dálítið rugl svona af og til.

En eigum við að fara yfir það sem var skemmtilegt... og það sem var ekki eins skemmtilegt.

Það góða

Mér fannst virkilega gaman af kvikmyndasögunni og það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum komist lengra í henni. Það var einnig fróðlegt að læra um það hvernig senur eru byggðar upp, t.d. Notorious senan. Þetta fær mann alveg til að pæla meira í myndum.

Það sem mér fannst samt skemmtilegast við "bóklega námið" voru reglurnar í sambandi við myndatöku. Ég hafði ekkert leitt hugann að því hvernig maður á að haga sér við myndatöku og láta persónur koma framhjá myndavélinni eða frá hvaða horni maður tekur myndina til að ná fram öðrum áhrifum, t.d. sterk persóna eða veik. Ég horfði meira að segja á 12 Angry men til að sjá þetta í sínu tærasta formi. (hefði eiginlega átt að blogga um hana FootinMouth)

Skemmtilegasta var þó vinnslan og allt stússið í kringum stuttmyndirnar. Var einhvern veginn að fíla mig í botn í öllu þessu stressi og veseni. Þetta reddast allt saman Tounge

Fyrirlestra formið var nokkuð gott til að kynnast hinum ýmsu leikstjórum og stefnum og það á vel heima í þessum tímum. Þetta er eitthvað sem maður hefði ekki kynnst annars.

Mikið var það líka gott að breytt var um form á blogginu... núna gat maður lagt einhverja vinnu í bloggið og fengið hana til baka. Alltaf gott að hafa smá val 

Það slæma

 Siggi var kannski ekki með þetta alveg á hreinu hvernig hann ætti að hafa námskeiðið... en það er nú kannski ekki nema von því þetta er fyrsta skiptið sem hann kennir þetta (held ég allaveganna). Ég hafði heyrt að áður hafi kikmyndafræðin verið eitthvað pain og reyndi Siggi augljóslega að þræða einhverja nýja slóða. Því var smá rugl á honum af og til. Hann verður búinn að fín pússa þetta fyrir næsta vetur. Gott hefði t.d. að vera með seinni fyrirlesturinn í janúar/febrúar eða jafnvel að dreifa hópunum meira, með því skilyrði að þeir sömu verði í bæði fyrirlestrar og stuttmynda hópnum. Þá hefði hver hópur fengið meiri tíma með vélarnar. Vil ég þó benda á að aldrei var leiðinlegt í þessum tímum... tíminn var bara ekki nýttur jafn vel og hefði verið hægt.

Svo verð ég bara aðeins að röfla um tímann á myndunum sem við sáum en ég þurfti alltaf að bíða í þrjár kennslustundir.... ég veit þó að það er erfitt að koma þessu fyrir svo öllum líki og í þetta skiptið var ég í minnihlutanum Frown

Lok

Eins og ég sagði áðan þá hefur þetta verið alveg æðislegt námskeið og ég haft virkilega gaman af þessu..... meira það gaman að ég er byrjaður að gæla við þá hugmynd að fá mér myndavél og skella mér út í heimildamyndirnar... verst ég yrði þá líklega fátækur allt mitt líf nema ég myndi giftast til fjár Wink

Takk fyrir mig !


The King of Kong: a fist full of Quarters (2007)

.... og enn heldur heimildamyndaveislan mín áfram Smile

kingÉg bara varð að skella mér á þessa núna áðan þegar ég heyrði af henni í Regnboganum á 'Grænu ljósa' dögum. Myndin fjallar í stuttu máli um tvo gaura, eitthvað í kringum fertugt, sem berjast um heimsmetið í Donkey Kong.... já Donkey Kong! Þetta hljómar náttúrulega allt mjög nördalega og að sjálfsögðu er hún það en hún er bara svo miklu meira en mynd um tvo fertuga gaura spila tölvuleiki. Heimsmet eru ekkert bara slegin á Ólympíuleikunum.... þau eru líka slegin í spilasölum.

Myndin er alveg virkilega skemmtilega vel upp sett. Hún byrjaði á því að fara lauslega í gegnum sögu Arcade leikja á fyrri hluta 9. áratugarins og hvernig það kom til að keppnir voru haldnar og eru enn. Twin Galaxies er kynnt til sögunnar en þeir sjá um að halda utan um met í arcade leikjum og treystir meira að segja Guinness þeim til að allt sé löglegt. Síðan kynntumst við goðsögninni honum Billy Mitchell. Hann var í fyrstu Arcade keppninni áriðtveir 1982 og er alveg magnaður gaur. Hann er frekar stífur og segir ekkert sérstaklega mikið og vill helst koma fólki á óvart. Svo árið 2002 kom upp úr þurru Steve Wiebe (Weebee) og bætti metið hans Billy´s. Hann varð hálfgert celebrity eða allt þangað til þeir hjá Twin Galaxies dæmdu metið ógilt. Wiebe hafði nefnilega keypt spilakassan sinn hjá Roy nokkrum sem hafði í mörg ár verið höfuðandstæðingur Billy´s. Fundu þeir hjá Twin Galaxies eitthvað að borðunum hans Wiebe og því féll metið aftur til Billa. wiebeaustin

 Þannig er upphafið að myndinni. Hann Wiebe þurfti því að bæta metið hans Billa aftur en núna opinberlega. Þetta var alveg virkilega spennandi og mjög vel gert hvernig við skiptumst á að sjá hann Wiebe hanga tímunum saman fyrir framan spilakassan og svo hann Billy plana eitthvað á bakvið tjöldin. Það komu nokkur mögnuð andartök og ég varð án gríns alveg virkilega spenntur. Ég gjörsamlega náði að lifa mig inn í myndina og gleymdi mér alveg nema þegar ég hætti að finna fyrir vinstri löppinn og fékk náladoða Tounge

Ned Flanders-2Í myndinni virtist hann Billy vera hið mesta gerpi því hann vildi ekkert keppa við Wiebe opinberlega og fleira. Hann var eiginlega bara alveg fáránlegur gaur og því líkur hrokagikkur. Ég bara þoldi hann ekki í enda myndarinnar og fór myndin úr því að vera létt keppni á milli manna yfir í að vera barátta góðs og ills. Hann Wiebe er nefnilega einn sá yndælasti maður sem ég hef kynnst á hvítatjaldinu. Hann er giftur, á tvö börn og kennir eðlisfræði í framhaldsskóla. Hann er einfaldlega sá ljúfasti... svona svipaður og Flanders í Simpsons nema hvað maður fær ekki ógeð af honum undir eins. Hins vegar eftir smá lestur á netinu komst ég að því að hann Billy ætti kannski ekki allt þetta mótlæti skilið. Hann sagði aldrei neitt ljótt um mótherjana né var eitthvað verulega óheiðarlegur. Hvernig má það þá til að mér var orðið svona illa við hann í lokin ?

Sá sem klippti myndina vissi augljóslega hvað hann var að gera. Hann vildi setja hana upp sem svart á hvítu.... og það tókst alveg prýðilega vel. Þessar tilfinningar sem ég bar til Billa koma ekkert á óvart en svona eftir á að hyggja... átti hann þær skilið ? Ég held ekki. Þetta er jú að alveg hrikalega spes gaur en það eru allir hinir líka. Ætli hann Wiebe sé ekki sá eðlilegasti í allri myndinni ? 

kokmitchellHvað ætli þessi mynd sé þá ? Er þetta heimildamynd eða áróðurs mynd ? Er þetta eitthvað annað en áróður á móti honum Billy til þess eins að búa til skemmtilega mynd ? Það má vel vera að hann sé í raun asni og fífl en miðað við hvað kvikmyndagerðarmennirnir slepptu miklu efni má ætla að þeir hafi einnig sleppt því þegar Billy var næs og fínn. Það er dálítið erfitt að meta það á þessari stundu. T.d. höfðu þeir tveir keppt í Donkey Kong árið 2004 en ekkert var minnst á það í myndinni.

Endanlegt álit mitt á myndinni er þetta. Ef við lítum á myndina sem sanngjarna umfjöllun þar sem reynt var að leyfa okkur að sjá allt í réttu ljósi þá fengi hún ekket sérstaklega góða einkunn. Ef við hins vegar lítum á hana frá skemmtana sjónamiðinu þá er þetta án efa besta heimildamynd sem ég hef séð. Ég hef sjaldan skemmt mér jafn mikið á einni mynd eins og þessari. Það var einungis eftir að ég fór að lesa mér til um hana sem hún dampaðist aðeins niður. Þrátt fyrir allar þær mis áreiðanlegu heimildir sem ég las eru þetta alveg tveir magnaðir Donkey Kong spilarar og eiga mikið hrós skilið og ekkert tekur það frá þeim.... ekki einu sinni hvernig þeir haga sér félagslega.

Endilega kíkið á þessa og kíkið svo á þennan link EFTIR að þið hafið séð myndina. Hann hefur nefnilega að geyma nýjustu upplýsingar um hver á hæsta metið í Donkey Kong

 http://www.twingalaxies.com/index.aspx?c=22&pi=2&gi=3852&vi=22


Why We Fight (2005)

WhyWeFightPosterAfhverju eru Bandaríkin svona sterk? Afhverju eru Bandaríkin úti um allan heim að berjast í öðrum heimsálfum ?

Það er alveg ótrúlega gaman að horfa á mynd og vita nær ekkert um hana. Hún byrjaði nokkuð hlutlaust. Þau tóku viðtöl við fólk sem er með og á móti stíði. Þau fóru svo í gegnum hernaðarsögu Bandaríkjanna síðustu 50 árin og hvernig umfangið hefur aukist alveg gífurlega. Myndin færði sig svo hægt og rólega yfir á móti vænginn enda er ekki annað hægt eftir allar upplýsingarnar.

Myndin er alveg virkilega vel gerð.  Hvernig myndin sagði frá herðnarasögunni var alveg snilldarlega gert, flott hvernig aðvaranir Eisenhowers urðu svo að veruleika. Það er eignilega óhugnanlegt hvernig Bandaríkjastjórn hefur náð að 'plata' almenning á sitt band svo hún geti skellt sér í nýja styrjöld. Taka þau Írak sem dæmi en flestir héldu , eða áttu að halda, að ráðist hefði verið inn í Írak vegna tengsla við 9/11 en svo skeit hann Bush yngri á sig þegar hann viðurkenndi að Saddam hefði ekkert tengst því ! Woundering Bandaríkjastjórn, samkvæmt myndinni, hefur í raun logið að almenningi og heiminum síðustu 50 ár eða svo einungis til að halda velli sínum sem mesta veldi heims... þeir verða að hafa aðgang að auðlindum til að geta haldið hernaðarmaskínunni gangandi og núna síðast Olíunni í Írak, næst stærstu olíulindir heimsins. Það var einnig svo rangt að sjá Donald Rumsfeld taka í höndina á Saddam fyrir um 23 árum síðan svo hann gæti barist á móti Íran en Íranir höfðu einmitt ætlað að taka meiri hlutdeild í olíunni til Breta ! Þetta er svo klikkað að það gæti gengið...

why1 Viðtölin í myndinni eru nokkuð mögnuð. Taka þeir t.d. viðtal við flugmennina sem vörpuðu fyrstu sprengjunum í Íraksstríðinu, aðeins óbreyttir borgarar létust þar vegna lélegra upplýsinga. Þeir voru náttúrulega bara að gera vinnuna sína og er ekki borgað til að hugsa en þegar maður sér ættingja þeirra sem dóu í árásinni getur maður ekki verið annað en frekar reiður/fúll/sár út í þá sem skipuðu árásina. Tekin voru líka nokkur viðtöl við fólk sem vinnur við vopnaframleiðslu. Þau reyna að sjálfsögðu öll að réttlæt starf sitt. Þó var ein sem sagðist hugsa af og til um hvort þessar sprengjunar sem hún sér í sjónvarpinu hafi verið sprengjurnar sem hún setti saman... Stærsta viðtalið var þó við fyrrverandi hermann úr Vietnam sem hafði misst son sinn í árásinni 11. september. Það var nokkuð merkilegt hvernig hann tók sorginni og vildi ná fram hefndum með því að rita nafn sonar síns á sprengju sem var svo varpað í Írak. 

why2Myndin er full af alveg sjokkerandi hlutum og maður myndi ætla að hún væri eitthvað í líkingu við myndina hans Michael Moors, Fahrenheit 9/11. Vissulega eru tekin svipuð dæmi um hvernig Bandaríkjastjórn hefur villt um fyrir almenningi í gegnum árin en málið er að þessi mynd er á einhvern hátt betri... Hún leyfir manni að kynnast báðum hliðum.


Heiðin (2008)

Fjogur_a_fjalliÉg skellti mér á þessa núna um daginn. Hafði ekki séð neinn trailer eða neitt um hana og vissi í raun ekkert hvað ég var að fara að sjá.

Myndin gerist öll á einum degi, nánar tiltekið kosninga daginn í fyrra (2007). Útgagnspunktur myndarinnar er kjörkassinn en aðalpersónan okkar á sjá um að koma honum í flug svo hægt verði að telja. Það gengur hins vegar frekar brösulega og endar með því að hann missir af vélinni og verður því að keyra með hann. Það endar nú ekki betur en svo að hann festir sig uppi á Heiðinni.

Þetta er alveg fínn efniviður í mynd og trúi ég því að myndin hefði orðið hin fínasta ef hún hefði orðið að gamanmynd en ekki farið dramatískuleiðina. Það er nefnilega þannig að sonur aðalpersónunar er kominn heim úr bænum og er eitthvað hrikalegt drama í kringum þá feðga. Það nær sér hins vegar aldrei á flug þau átök eða í raun allt í kringum persónurnar... voru eiginlega bara kjánalegar. Sonurinn, Albert, á að vera þessi harða dularfulla persóna og á augljóslega við mikla andlega erfiðleika að stríða. Það mistekst nær allt í kringum hann líkt og með föðurinn, Emil leikinn af Jóhanni Sigurjónssyni. Þetta gengur bara ekki upp!

Þó voru aukapersónurnar í myndinni alveg æðislegar t.d. karlinn í gröfunni. Bara snillingur ! Hún Ísgerður Elfa kom einnig karakter sínum mjög vel á framfæri sem unga stelpan Eyrún.

harðurÉg áttaði mig reyndar ekki alveg hvaða tilgangi það þjónaði að sýna lambið vera drepið. Þetta passaði ekki alveg inn í stemninguna á myndinni. Það var bókstaflega sýnt þegar vasahníf var stungið inn í hálsinn á lambinu og það blóðgað... jú svona er þetta nú og maður hefði eflaust gert eitthvað svipað ef ég hefði klesst á lamb (eflaust snúið það frekar úr hálsliðnum en samt) en þetta hefði frekar átt heim í einhverri af myndum hans Eli Roths en í rólegri íslenskri sveita mynd. Tengist án efa vísuninni í biblíuna en myndin á að vera lauslega byggð á sögunni um Abraham og Ísak.

Myndatakan í myndinni var hins vegar hin besta enda var myndin tekin upp í gullfallegu landslagi þarna fyrir vestan. Þeir leigðu meira að segja flugvél til að fá flottari skot sem er flott hjá þeim. Hins vegar fannst mér alltaf vanta eitthvað... það var bara eitthvað sem passaði ekki.

Má vera að þeir hefðu átt að pæla meira í handritinu. Maður spyr sig ? Ætli bitastæðu bitarnir í myndinni hafi bara ekki verið of fáir og því gerðist ekkert svakalega mikið í henni. Þeir teygðu þetta bara of mikið... Tilvalið í stuttmynd ?


Temporada de patos (2004)

temporada_patos1Temporada de patos (e. Duck Season) er að ég held fyrsta Mexíkanska myndin sem ég sé. Hún gerist öll á einum Sunnudegi og fjallar um tvo 14 ára stráka sem eru einir heima, eru með pening fyrir pizzu, xbox leikjatölvu og fullt af Coca Cola....... hvað getur farið úrskeiðis ?

Fljótlega kynnumst við nágrannastelpu sem hefur það að aðalmarkmiði að baka köku. Svo skellur á tímabundið rafmagnsleysi og geta þeir því ekki hangið í tölvunni. Ákveða þeir þá að panta pizzu og kemur sendillinn akkurat 11 sekúndum of seint og því ætti pizzan að vera ókeypis.... það sættir sendillinn sig ekki við og ekki vilja strákarnir borga... ákveður hann því bara að bíða eftir foreldrunum, en munið að strákarnir eru einir heima Wink. Enda þau fjögur því á því að eyða deginum saman.temporada+de+patos

Óþarfi er að segja meir um söguþráðinn því ekki vil ég eyðileggja fyrir ykkur. Þetta er ekki þessa venjulega grínmynd heldur er andrúmsloftið bara afslappað og rólegt þó að sjálfsögðu er margt mjög skondið í henni. Ætli sé ekki hægt að flokka hana undir "Feel-good" myndir. Hún minnir um margt á myndina hans Kevins Smiths 'Clerks. Þær tvær eiga margt sameiginlegt. 

1. Gerast báðar á einum degi í sama húsinu/íbúðinni

2. Báðar teknar í svart/hvítu

3. Byggist öll upp á samtölum

 Í raun snýst myndin um hvernig það er að vera krakki vitandi af því að því mun ljúka bráðlega. Allt í einu eru fullt af vandamálum sem krakkar hafa ekki áhyggjur af eins og t.d. kynhneigð og samskipti við hitt kynið. Standa strákarnir einnig frammi fyrir því að þeir munu ekki hittast mikið á næstunni því foreldrar annars þeirra eru að skilja og þarf hann því að flytjast á brott með móður sinni. Þeir velta því heiminum fyrir sér á nýjan hátt en áður. Þetta er hálfgert uppgjör við barndóminn. temporadapatos

Ekki eru þó strákarnir einir um uppgjör því hin tvö eru einnig á hálfgerðum tímamótum. Það eru flestir að "finna" sig og átta sig á því hvar í tilverunni þeir standa. 

Það merkilegasta við myndina er að það er eins og strákarnir séu í raun ekki að leika heldur eru þeir sjálfir, tveir bestu félagar hangandi á rólegum sunnudegi. Ég persónulega er ekki orðinn það gamall að ég hafi gleymt hvernig það er að vera 14 ára og þetta er ein sú raunsæasta mynd hvað það varðar sem ég hef séð. Hef alveg eins getað hennt mér og Bjarna þarna inn Tounge

 Á heildina litið er þetta alveg frábær mynd, afslöppuð, fyndin og skemmtilegar pælingar. Kíkið á hana.


Íslenskar heimildamyndir

rott3Núna á stuttu millibili hef ég horft á tvær íslenskar heimildamyndir. Ég veit ekki hvað það er við heimildamyndir en þær hafa ætíð höfðað mikið til mín (gæti tengst því að ég og Discovery channel vorum eitt Cool). Þó það sé gaman að horfa á vel gerða mynd með góðum leikurum, handriti og öllu sem þarf til þá er það ekki raunveruleikinn. Það er nefnilega þannig að raunveruleikinn er oft ótrúlegastur.  Þrátt fyrir, hráa myndatöku og óreiðuleg skot þá er það bara þannig að raunveruleikinn er þannig oft á tíðum. Með heimildamyndum fær maður einnig að kynnast fólki, stöðum eða bara hverju sem er sem maður hefði annars ekki kynnst, jafnvel þó þetta sé ekki alveg sannleikurinn þá höfum við ekkert betra í staðinn.

Fyrri myndin sem ég sá var heimildamyndin um XXX Rottweilerhunda frá árinu 2003rott2

Myndin var samansafn upptaka frá nokkuð löngu tímabili eða þegar þeir voru ný orðnir frægir. Myndin var sett þannig upp að við værum eiginlega að fylgjast með falli þeirra stráka fyrir þeim freistingum sem fylgja frægðinni. Þetta var svona hálf kjánalegt en samt á sama tíma nokkuð raunverulegt. Við vitum náttúrulega ekki hvað hafði gengið á á undan "frægðinni" en þetta hefði vel getað gerst. Það var bara það að hann Erpur talaði inn á myndina og var sögumaður hennar og átti hann að reyna að gera þetta annaðhvort fyndið eða dramatískt en lennti þess í stað þarna einhversstaðar mitt á milli. Auðvitað voru fyndin atvik inn á milli, t.d. skiptið þegar þeir smygluðu inn á bindindismót alveg helling af áfengi beint fyrir framan myndavélina og verðina, og svo hin dramatísku móment þegar Erpur var að skamma félaga sinn fyrir að stela fé frá þeim félögum.

Á heildina litið var þetta hin fínasta afþreying og gaman að rifja upp gamla tíma frá því að ég var í 9. bekk og hlustaði á fátt annað (vaknaði meira að segja upp við diskin í um hálft ár)

 skuggi1Hin myndin sem ég horfði á heitir Skuggabörn frá árinu 2005

Hérna fylgjumst við með fréttamanninum Reyni Traustasyni (gaurinn með hattinn) kynna sér undirheima Reykjavíkur/Íslands. Hann hitti fyrrverandi og núverandi fíkla og heyrðum sögu þeirr og þetta er ekkert grín. Myndin byggðist að miklu leiti upp á samtölum þessara óheppnu og Reynis. Samtölin voru mjög einlæg og virtust ekki vera leikin. Þó var þessi "stóri" sem sagðist vera einn af þessum fáu stóru dealerum á Íslandi eitthvað skuggalegur (náðuð þið djóknum ? Wink) Myndin var temmilega upp sett og hélt manni við efnið. Þó reyndu þeir að gera myndina full dramatíska og varð eiginlega bara kjánaleg á köflum en sem betur fer var ekki það mikið um þessi móment.skuggi2

Það sem þessar tvær myndir eiga sameiginlegt eru freistingar sem fólk getur fallið fyrir og að þetta eru heimildamyndir.... en þar líkur sameiginlegum einkennum. Skuggabörn er alvaran upp máluð og allt í kringum hana er dramatískt og hægt. Reyndu þeir augljóslega að gera góða og vandaða mynd og tókst það ágætlega hjá þeim. Hins vegar er Rottweiler myndin í raun bara grín og glens. Maður getur í raun litið á hana sem nokkurskonar Mocumentary mynd gerð upp úr raunverulegum upptökum. Þetta hefur byrjað sem random upptökur og svo safnað saman og skellt í eina fína heimildamynd. Hún var alveg virkilega fyndin en undir niðri leynist þó alvaran. Þeir voru augljóslega að lifa á jaðrinum sem kallast eðlilegt þó aldrei sáust eiturlyf eða neitt ólöglegt. Þetta voru bara hressir og fjörugir strákar.

Þó er eitt sem þessarmyndir báðar eiga sameiginlegt er það að þær notast mikið við close-up skot, augljóslega til að skapa rétta stemningu enda eiga þær báðar að vera nokkuð dramatískar. Þó var Skuggabörn mun meira "professional" í öllu enda virðist það vera sem það voru strákarnir sjálfir í Rottweiler sem tóku upp sína. 

Endilega kíkið á báðar þessar myndir og kynnist einhverju sem við flest munum aldrei sjá 


Koktebel (2003)

koktebel1Mig hreinlega vantar orð yfir þessa mynd. Hún er í stuttu máli alveg æðisleg ! Það er bara einhver undraverður sjarmi yfir henni sem ég er ekki alveg búinn að átta mig á á þessari stundu. Hún er öll bara svo fullkomin.

En hvað er það sem gerir hana að nýju uppáhalds myndinni minni ? 

Hún er öll frekar hæg og gengur bara einhvern veginn... hægt en öruggt. Það að myndir séu hægar og rólegar gerir þær ekkert frekar betri heldur er það frekar hvort manni finnst myndir verða langdregnar og skotin eiga rétt á sér... Þessi er alls ekki langdregin þrátt fyrir rólegheitin. Það eru alveg hellingur af skotum sem aðrir leikstjórar hefðu einfaldlega hennt út og gagnast sögunni í raun ekkert en samt smell passa þau á sína staði.

Ekki má gleyma hversu ótrúlega flott skotin eru öll. Oft á tíðum fannst manni myndin vera náttúrulífsmynd frá Krímskaga heldur en eitthvað annað... en hins vegar er það er ekki löstur í þetta skiptið.  Þetta bætir bara á myndina.

koktebel2Söguþráður myndarinnar er ekkert sérstaklega flókinn í rauninni. Myndin fjallar um mann sem ferðast með son sinn um 1000km leið frá Moskvu til Koktebel á Krímskaga. Það kemur svo smám saman í ljós að faðirinn er orðinn ekkill, misst vinnuna og á við áfengis vanda að stríða. (Alveg slatti að berjast við). Strákurinn hefur mátt þola margt eins og má skilja en kemur sér undan með áhuga sínum á flugi. Hann ímyndar sér að hann geti flogið hátt upp og séð jörðina úr lofti. Í huga hans er endastaður þeirra, minnisvarði um svifflug í Koktebel, táknmynd fyrir nýtt upphaf fyrir hann og föður hans. líta má á ferðalagið sem uppreisn æru föðursins með því að sýna að hann geti enn vel gert eitthvað að viti en ekki bara sitið heima og vælt....

Ferðast þeir feðgar aðallega fótgangandi eða með lest og gengur það ekkert sérstaklega hratt hjá þeim. Stopp þeir af og til og leita sér að vinnu. Kynnast þeir hinum ótrúlegustu persónum en samt ekki á kómískan máta eða þannig að þær verða kjánalegar. koktebel3

Á bak við allt þetta liggur sagan um hina fornu frægð Sovét-ríkjanna. Flest allt er í niðurníðslu og er í raun ömurlegt að horfa upp á hvernig allt hefur grotnað niður. Smá spoiler hér ! -- Minnismerkið um svifflugið er þó áhrifa ríkasta dæmið. Maður hafði ímyndað sér eitthvert stórt og fallegt minnismerki með svifflugvél jafnvel.... Þetta var einungis steyptur klumpur sem var allur sprunginn og hafði eflaust verið flott fyrir 20 árum eða svo. 

Á heildina litið er þetta rosalega falleg og hugljúf mynd um feðga sem reyna að lífga upp á samband sitt. 

Hæg en gengur án þess að hiksta.


Monster Camp (2007)

monster1

Hér er á ferðinni alveg frábær heimildamynd um nokkuð er kallast LARP eða "Live action role playing". Þetta er í raun Dungeons & Dragons spilið leikið þar sem fólk klæðir sig upp í búninga og "berst" eftir fyrir fram ákveðnum reglum.

Ég byrjaði að horfa á þessa mynd með því hugarfari að horfa á einhverja lúða gera sig að algerum fíflum. Ég bjóst við að hlæja alveg helling og vera sáttur með hversu heilbrigður ég virkilega er...... Ekki varð ég fyrir vonbrigðum en það sem ég vissi ekki var allt annað sem fylgdi. Þetta er að sjálfsögðu frekar undarlegt fólk sem kemur saman, klæðir sig í mis gáfulega búninga og hegðar sér eins og fimm ára börn.monster2

Það sem kom mér á óvart var það að eftir því sem á leið myndina hló ég mun sjaldnar. Afhverju ætti ég að hlæja að fólki sem hafa fundið hvert annað og stunda það sem þeim finnst skemmtilegast? Er þetta eitthvað mikið öðruvísi en karlarnir sem fara í Lax, fólk sem stundar paintball eða fólk sem hittist og lanar í WOW. Hver segir að fólk eigi að hætta að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Persónulega man ég vel eftir því hvernig var að berjast í víkingaleikjum þar sem tvö lið börðust. Þetta var æðislegt ! Heilu sumrin fóru í þetta. Hví ekki að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín eina helgi í mánuði og vera eitthvað sem maður er yfirleitt ekki? Hver vill ekki vera moldríkur eða drepa 20 vonda púka á einum degi ?

Á þessum samkomum hittist fólk hvaðan æva að, verkfræðingar, nemar og í raun hverjir sem er. Í myndinni fáum við að kynnast raunverulegum átökum bæði í leiknum og í raunveruleikanum þar sem reynir á þolrif allra.

Myndin sjálf var vel gerð og kom efninu alveg virkilega skemmtilega frá sér. Við kynntumst persónum bæði utan leiksins og í honum. Hvernig er leikkerfið byggt upp og hvað það tekur að halda utan um eitthvað þessu líkt. Virkilega fróðleg og skemmtileg. Það sem kom þó mest á óvart var það að stelpur eru ekki vandfundnar á þessum stöðum Woundering

Endilega kíkja á heimasíðu myndarinnar á http://monstercampmovie.com/ 

Maður hættir ekki að leika sér þegar maður verður gamall.... maður verður gamall þegar maður hættir að leika sér!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband