Íslenskar heimildamyndir

rott3Núna á stuttu millibili hef ég horft á tvær íslenskar heimildamyndir. Ég veit ekki hvað það er við heimildamyndir en þær hafa ætíð höfðað mikið til mín (gæti tengst því að ég og Discovery channel vorum eitt Cool). Þó það sé gaman að horfa á vel gerða mynd með góðum leikurum, handriti og öllu sem þarf til þá er það ekki raunveruleikinn. Það er nefnilega þannig að raunveruleikinn er oft ótrúlegastur.  Þrátt fyrir, hráa myndatöku og óreiðuleg skot þá er það bara þannig að raunveruleikinn er þannig oft á tíðum. Með heimildamyndum fær maður einnig að kynnast fólki, stöðum eða bara hverju sem er sem maður hefði annars ekki kynnst, jafnvel þó þetta sé ekki alveg sannleikurinn þá höfum við ekkert betra í staðinn.

Fyrri myndin sem ég sá var heimildamyndin um XXX Rottweilerhunda frá árinu 2003rott2

Myndin var samansafn upptaka frá nokkuð löngu tímabili eða þegar þeir voru ný orðnir frægir. Myndin var sett þannig upp að við værum eiginlega að fylgjast með falli þeirra stráka fyrir þeim freistingum sem fylgja frægðinni. Þetta var svona hálf kjánalegt en samt á sama tíma nokkuð raunverulegt. Við vitum náttúrulega ekki hvað hafði gengið á á undan "frægðinni" en þetta hefði vel getað gerst. Það var bara það að hann Erpur talaði inn á myndina og var sögumaður hennar og átti hann að reyna að gera þetta annaðhvort fyndið eða dramatískt en lennti þess í stað þarna einhversstaðar mitt á milli. Auðvitað voru fyndin atvik inn á milli, t.d. skiptið þegar þeir smygluðu inn á bindindismót alveg helling af áfengi beint fyrir framan myndavélina og verðina, og svo hin dramatísku móment þegar Erpur var að skamma félaga sinn fyrir að stela fé frá þeim félögum.

Á heildina litið var þetta hin fínasta afþreying og gaman að rifja upp gamla tíma frá því að ég var í 9. bekk og hlustaði á fátt annað (vaknaði meira að segja upp við diskin í um hálft ár)

 skuggi1Hin myndin sem ég horfði á heitir Skuggabörn frá árinu 2005

Hérna fylgjumst við með fréttamanninum Reyni Traustasyni (gaurinn með hattinn) kynna sér undirheima Reykjavíkur/Íslands. Hann hitti fyrrverandi og núverandi fíkla og heyrðum sögu þeirr og þetta er ekkert grín. Myndin byggðist að miklu leiti upp á samtölum þessara óheppnu og Reynis. Samtölin voru mjög einlæg og virtust ekki vera leikin. Þó var þessi "stóri" sem sagðist vera einn af þessum fáu stóru dealerum á Íslandi eitthvað skuggalegur (náðuð þið djóknum ? Wink) Myndin var temmilega upp sett og hélt manni við efnið. Þó reyndu þeir að gera myndina full dramatíska og varð eiginlega bara kjánaleg á köflum en sem betur fer var ekki það mikið um þessi móment.skuggi2

Það sem þessar tvær myndir eiga sameiginlegt eru freistingar sem fólk getur fallið fyrir og að þetta eru heimildamyndir.... en þar líkur sameiginlegum einkennum. Skuggabörn er alvaran upp máluð og allt í kringum hana er dramatískt og hægt. Reyndu þeir augljóslega að gera góða og vandaða mynd og tókst það ágætlega hjá þeim. Hins vegar er Rottweiler myndin í raun bara grín og glens. Maður getur í raun litið á hana sem nokkurskonar Mocumentary mynd gerð upp úr raunverulegum upptökum. Þetta hefur byrjað sem random upptökur og svo safnað saman og skellt í eina fína heimildamynd. Hún var alveg virkilega fyndin en undir niðri leynist þó alvaran. Þeir voru augljóslega að lifa á jaðrinum sem kallast eðlilegt þó aldrei sáust eiturlyf eða neitt ólöglegt. Þetta voru bara hressir og fjörugir strákar.

Þó er eitt sem þessarmyndir báðar eiga sameiginlegt er það að þær notast mikið við close-up skot, augljóslega til að skapa rétta stemningu enda eiga þær báðar að vera nokkuð dramatískar. Þó var Skuggabörn mun meira "professional" í öllu enda virðist það vera sem það voru strákarnir sjálfir í Rottweiler sem tóku upp sína. 

Endilega kíkið á báðar þessar myndir og kynnist einhverju sem við flest munum aldrei sjá 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætisfærsla. Var einmitt að horfa á svolítið skemmtilega heimildarmynd í kvöld, Home Movie eftir sama gaur og gerði American Movie, um stórfurðulegt fólk og ennþá furðulegri heimili þess. Mæli með henni.

6 stig. 

Siggi Palli (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 02:37

2 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Ég er einmitt ný búinn að redda mér Home Movie... núna þarf ég bara að redda mér tíma

Óskar Ólafur Hauksson, 18.3.2008 kl. 01:18

3 identicon

Endurskoðuð stigagjöf - eftir nánari athugun finnst mér þessi færsla alveg ná 7 stigunum.

Siggi Palli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband