Temporada de patos (2004)

temporada_patos1Temporada de patos (e. Duck Season) er að ég held fyrsta Mexíkanska myndin sem ég sé. Hún gerist öll á einum Sunnudegi og fjallar um tvo 14 ára stráka sem eru einir heima, eru með pening fyrir pizzu, xbox leikjatölvu og fullt af Coca Cola....... hvað getur farið úrskeiðis ?

Fljótlega kynnumst við nágrannastelpu sem hefur það að aðalmarkmiði að baka köku. Svo skellur á tímabundið rafmagnsleysi og geta þeir því ekki hangið í tölvunni. Ákveða þeir þá að panta pizzu og kemur sendillinn akkurat 11 sekúndum of seint og því ætti pizzan að vera ókeypis.... það sættir sendillinn sig ekki við og ekki vilja strákarnir borga... ákveður hann því bara að bíða eftir foreldrunum, en munið að strákarnir eru einir heima Wink. Enda þau fjögur því á því að eyða deginum saman.temporada+de+patos

Óþarfi er að segja meir um söguþráðinn því ekki vil ég eyðileggja fyrir ykkur. Þetta er ekki þessa venjulega grínmynd heldur er andrúmsloftið bara afslappað og rólegt þó að sjálfsögðu er margt mjög skondið í henni. Ætli sé ekki hægt að flokka hana undir "Feel-good" myndir. Hún minnir um margt á myndina hans Kevins Smiths 'Clerks. Þær tvær eiga margt sameiginlegt. 

1. Gerast báðar á einum degi í sama húsinu/íbúðinni

2. Báðar teknar í svart/hvítu

3. Byggist öll upp á samtölum

 Í raun snýst myndin um hvernig það er að vera krakki vitandi af því að því mun ljúka bráðlega. Allt í einu eru fullt af vandamálum sem krakkar hafa ekki áhyggjur af eins og t.d. kynhneigð og samskipti við hitt kynið. Standa strákarnir einnig frammi fyrir því að þeir munu ekki hittast mikið á næstunni því foreldrar annars þeirra eru að skilja og þarf hann því að flytjast á brott með móður sinni. Þeir velta því heiminum fyrir sér á nýjan hátt en áður. Þetta er hálfgert uppgjör við barndóminn. temporadapatos

Ekki eru þó strákarnir einir um uppgjör því hin tvö eru einnig á hálfgerðum tímamótum. Það eru flestir að "finna" sig og átta sig á því hvar í tilverunni þeir standa. 

Það merkilegasta við myndina er að það er eins og strákarnir séu í raun ekki að leika heldur eru þeir sjálfir, tveir bestu félagar hangandi á rólegum sunnudegi. Ég persónulega er ekki orðinn það gamall að ég hafi gleymt hvernig það er að vera 14 ára og þetta er ein sú raunsæasta mynd hvað það varðar sem ég hef séð. Hef alveg eins getað hennt mér og Bjarna þarna inn Tounge

 Á heildina litið er þetta alveg frábær mynd, afslöppuð, fyndin og skemmtilegar pælingar. Kíkið á hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Ef þú finnur hana ekki á leigunum skalltu bara bjalla í mig

Óskar Ólafur Hauksson, 27.3.2008 kl. 19:41

2 identicon

Flott færsla og myndin hljómar ansi vel. 6 stig.

Siggi Palli (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:21

3 identicon

Endurskoðuð stigagjöf: 7 stig.

Siggi Palli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband