Monster Camp (2007)

monster1

Hér er á ferðinni alveg frábær heimildamynd um nokkuð er kallast LARP eða "Live action role playing". Þetta er í raun Dungeons & Dragons spilið leikið þar sem fólk klæðir sig upp í búninga og "berst" eftir fyrir fram ákveðnum reglum.

Ég byrjaði að horfa á þessa mynd með því hugarfari að horfa á einhverja lúða gera sig að algerum fíflum. Ég bjóst við að hlæja alveg helling og vera sáttur með hversu heilbrigður ég virkilega er...... Ekki varð ég fyrir vonbrigðum en það sem ég vissi ekki var allt annað sem fylgdi. Þetta er að sjálfsögðu frekar undarlegt fólk sem kemur saman, klæðir sig í mis gáfulega búninga og hegðar sér eins og fimm ára börn.monster2

Það sem kom mér á óvart var það að eftir því sem á leið myndina hló ég mun sjaldnar. Afhverju ætti ég að hlæja að fólki sem hafa fundið hvert annað og stunda það sem þeim finnst skemmtilegast? Er þetta eitthvað mikið öðruvísi en karlarnir sem fara í Lax, fólk sem stundar paintball eða fólk sem hittist og lanar í WOW. Hver segir að fólk eigi að hætta að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Persónulega man ég vel eftir því hvernig var að berjast í víkingaleikjum þar sem tvö lið börðust. Þetta var æðislegt ! Heilu sumrin fóru í þetta. Hví ekki að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín eina helgi í mánuði og vera eitthvað sem maður er yfirleitt ekki? Hver vill ekki vera moldríkur eða drepa 20 vonda púka á einum degi ?

Á þessum samkomum hittist fólk hvaðan æva að, verkfræðingar, nemar og í raun hverjir sem er. Í myndinni fáum við að kynnast raunverulegum átökum bæði í leiknum og í raunveruleikanum þar sem reynir á þolrif allra.

Myndin sjálf var vel gerð og kom efninu alveg virkilega skemmtilega frá sér. Við kynntumst persónum bæði utan leiksins og í honum. Hvernig er leikkerfið byggt upp og hvað það tekur að halda utan um eitthvað þessu líkt. Virkilega fróðleg og skemmtileg. Það sem kom þó mest á óvart var það að stelpur eru ekki vandfundnar á þessum stöðum Woundering

Endilega kíkja á heimasíðu myndarinnar á http://monstercampmovie.com/ 

Maður hættir ekki að leika sér þegar maður verður gamall.... maður verður gamall þegar maður hættir að leika sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Hva ! er bara verið að nota bloggið mitt undir auglýsingar !

Þetta hljómar samt alveg furðu vel að fá sér páskaegg.... held ég snýki bara eitt af mömmu ;) 

Óskar Ólafur Hauksson, 4.3.2008 kl. 18:28

2 identicon

Kúl. Ég var einmitt að pæla í að kíkja á þessa. Hefurðu séð Trekkies? Hvernig er þessi í samanburði?

4 stig. 

Siggi Palli (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Ég hef reyndar ekki séð Trekkies... skal svara þér þegar ég er búinn að því :)

Óskar Ólafur Hauksson, 9.3.2008 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband