Zavet (2007)

zavetÉg ákvað hérna í einhverju flippi að horfa á serbnesku gamanmyndina Zavet eða Promise me this á enskunni. Hún fjallar um gamlan mann sem hefur mestar áhyggjur af barnabarni sínu. Hann er svo hræddur um að þegar hann deyr eigi strákurinn ekki konu og hver á þá að sjá um hann ? Sendir hann því strákinn í bæinn með kú eina sem hann á að selja, kaupa mynd af dýrlingi fyrir afann og finna sér konu. Strákurinn virðist nú ekki vera eldri en 14 en það er annað mál.

Í borginni leynast margar hættur og þó sérstaklega frá harðsvífnu glæpagengi. Finnur þó strákurinn fljótlega stelpu og ákveður hann strax að hún eigi að vera konan sín. Þarf hann því að sýna henni fram á að hann sé sá eini rétti..... sem getur verið þrautinni þyngri. Margar aðrar persónur koma fyrir í myndinni og eru þær alveg misfyndnar eins og þær eru margar.

Skrítið er að horfa á þessa mynd því húmor Serba er dálítið frábrugðnari okkar Íslendinga. Þeim finnst t.d. í lagi að gera grín að misnotkun dýra sem fór nú aðeins í mig. Myndin tók í raun fyrir alveg frekar alvarleg málefni en setti í spaugilegan búning. Flest var þó allt innan marka. Myndin var í raun bara einn stór farsi og óð hún úr einu í annað. Það kom aldrei dauður punktur í henni en hún varð samt alveg hálf kjánaleg á köflum yfir kjánaleg heitum.

Myndin var alveg temmilega vel gerð og hefur að öllum líkindum ekkert kostað neinar svaðalegar fjárhæðir. Þetta var því alveg hin fínasta skemmtun í næstum tvo tíma. Þetta er ekki "must" en má alveg kíkja á hana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir mátt minnast á að þetta er nýjasta myndin hans Emir Kusturica sem margir Íslendingar þekkja. Underground og Svartur köttur, hvítur köttur eru báðar bráðskemmtilegar, þótt þær séu vissulega líka svolítið kjánalegar. Kusturica hélt m.a.s. tónleika í Laugardalshöllinni fyrir nokkrum árum með hljómsveit sinni, The No Smoking Band. Stórskemmtilegir tónleikar.

Þessi mynd hljómar nokkuð skemmtilega, kannski maður kíki á hana. Annars var ég búinn að heyra nokkuð neikvæða hluti um hana. Það gerist reyndar svolítið oft þegar svona sérstæður leikstjóri frumsýnir nýja mynd: það er aldrei hægt að gera öllum aðdáendunum til geðs. Sumir verða fyrir vonbrigðum yfir því að hún sé ekki nákvæmlega eins og fyrri myndir (færsla mín um The Darjeeling Limited er gott dæmi um þetta), og aðrir kvarta yfir því að það eigi sér ekki stað nein þróun milli mynda. Síðan fer manni nú oft að líka við myndirnar eftir að hafa melt þær svolítið.

4 stig.

Siggi Palli (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Satt best að segja hafði ég aldrei heyrt um hann Emir Kusturica... og þaðan af síður að hann væri tónlistarmaður

Þetta er sem sagt fyrsta myndin sem ég sé eftir hann og var bara frekar ánægður, kannski út af því að ég hef ekki séð neitt annað eftir hann. Ég hló alveg vel á köflum og stundum varð þetta bara of mikið eins og barnaefni fyrir 6 ára börn  

Óskar Ólafur Hauksson, 3.3.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband