Hold up down (2005)

HOLD_UP_DOWN_002[1]

Hold up down eða "Hôrudo appu daun" eins og hún heitir á frummálinu er..... vægast sagt snilld ! Henni er ábyggilega best lýst sem góðum farsa þar sem ein vitleysan eltir aðra. Þetta er með fyndnari myndum sem ég hef séð. Hins vegar ákvað leikstjórinn/handritshöfundurinn, (er sami maðurinn) hann Hiroyuki Tanaka eða "Sabu" , að láta myndina fara út í algjört rugl, sem nóg var af þegar. Þá gjörbreyttust allar persónur og fóru að berjast upp úr þurru. Bara bull. Ef þessum síustu 20 mínútum hefði verið sleppt hefði myndin fengið 10/10 en fær því aðeins 8.

Það sem ég tók fyrst eftir við myndina var hversu ýktar allar persónur hennar voru. Það má vel vera að fólk láti svona í Japan en þetta var í það mesta en samt á sama tíma átti þetta að vera grínmynd. Þess vegna smell pössuðu allarpersónurnar.  

Í raun skildi myndin ekki eftir sig margar spurningar né varð maður eitthvað vitrari. Hins vegar var þetta geggjuð skemmtun sem fáir ættu að missa af. Gæti þó orðið erfiðara að nálgast myndina 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valey

Jahá, ég veit bara ekki hvort ég myndi geta horft á japanskt rugl, en það er nú ágætt að ég rekist ekki bara á þetta einhversstaðar.

Valey, 23.1.2008 kl. 06:57

2 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Þetta er í raun ekkert brjálað rugl, fyrir utan endinn. Getur litið á þetta sem frábæra ameríska mynd nema hvað þetta er japanskt og einhvern veginn ferskt ! skemmtileg tilbreyting

Óskar Ólafur Hauksson, 23.1.2008 kl. 15:41

3 identicon

Ég elska einmitt hvað þessi mynd er ýkt. Það er líka svo gaman hvað hvatir persónanna eru rosalega augljósar. Sérstaklega elska ég yfirheyrslusenuna, þar sem ein aðalpersónan skiptir algjörlega um meginhvöt...

3 stig. 

Siggi Palli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband