Outland (1981)

outland_cover

Sean Connery in Space !  Getur það orðið betra? Varla. Þetta er alveg eðal mynd. Hún var alveg furðu flott miðað við aldur og hafði í raun bara elst frekar vel í flesta staði. Sean Connery stóð fyrir sínu með sinn skoska hreim og var sami naglinn eins og alltaf. Harður en með mjúkri fyllingu Wink

Myndin á að gerast í temmilega nálægri framtíð þegar mannfólkið er byrjað að skríða út fyrir jörðina og alla leið til Júpíters. Á tungilnu Lo eða Io er búið að koma fyrir námu þar sem nokkur hudnruð eða þúsund vinna. Þetta gæti í raun alveg eins verið einhversstaðar í mið-Norðurríkjum Bandaríkjanna fyrir utan súrefnissleysið fyrir utan. O´Niel (Connery) er nýji lögreglustjórinn í námunni en kemst fljótt að því að ekki er allt með felldu. Doddoddoroo.... Þá hefst alveg virkilega spenna um það hvort O´Niel nái að standa einn gegn öllum og reddi málunum, eða hvað ?

Myndin minnir mann dálítið mikið á Alien og Aliens myndirnar nema hvað að hérna vantar allar geimverur. Flott módel og greinilega mikið verið lagt í hana á sínum tíma. Vann meðal annars óskarinn fyrir besta hljóðið Woundering. Þó er söguþráurinn ekkert alltof djúpur en þetta er nú ekki þannig mynd. Maður vill ekkert þurfa að hugsa of mikið alltaf. Það besta við myndina er þó "tagline-ið"

On Jupiter´s moon, he is the only law!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valey

Er þetta ekki þarna leiðinlega myndin, með ógeðslega harða lögreglustjóranum, sem þykir ógeðslega vænt um fjölskyldu sína en vill alveg nauðsynlega bjarga heiminum í leiðinni. Sko ef ég man rétt þá var þetta nú ekki alveg besta myndinn, en ég meina þú ert doldið fyrir þetta, svona harða nagla. Ég myndi ekki mæla með þessari mynd, nema að einhver væri að leyta að þessari gömlu klisju

Valey, 22.2.2008 kl. 08:49

2 identicon

Virðist soldið spes. Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé svona einhver asnaleg B-mynd eða alvöru Sci-fi... Fyrst hún vann Óskar hefur örugglega verið lagður peningur í hana...

4 stig. 

Siggi Palli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Óskar Ólafur Hauksson

Þetta er var almennilega Sci-fi mynd á sínum tíma. Tæknibrellurnar eru alveg svipaðar og í Alien og Aliens (og gott ef það voru ekki sömu mennirnir að verki)

Hins vegar vantar kannski aðeins upp á handritið en Connery bætir það alveg upp með kúl/sval heitum

Óskar Ólafur Hauksson, 12.4.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband