Time and Tide (2000)

424950~Time-and-Tide-PostersHollywood hasarmyndir hvað ! Time and Tide / Senlau ngaklau er bara snilld. Ég sá hana upphafleg þegar hún kom út á spólu á Íslandi í kringum 2001. Svo fær maður þessi nostalgíu-köst og fann ég hana eftir smá leit. Hún er alveg jafn góð og þegar ég var í 8. bekk og jafnvel betri.

Hér er um að ræða hasarmynd frá Hong Kong sem fjallar um ungan mann sem dreymir um betra líf. Hann setur sér þau markmið að verða fljótt ríkur og skella sér til Suður-Ameríku og fer því að vinna sem lífvörður enn á sama tíma er hann að fara að verða helgarpabbi og vill hann einnig standa sig í því. Þetta gengur því svona upp og ofan hjá honum. Eignast hann síðan nýjan vin sem er í raun fyrrverandi málaliði sem er að reyna að koma sér á réttu brautina. Það gengur nú líka svona upp og ofan hjá honum. Þetta endar nú ekki betur en svo að þeir eru komnir sitt hvoru megin við línuna.

Þrátt fyrir frekar mikinn söguþráð þá er þetta mjög fljótt að komast að hjá okkur því í Honk Kong hafa þeir engan tíma fyrir drama og time_and_tiderugl. Einhversstaðar um miðja myndina skellir leikstjórinn okkur í lokaatriðið og er hasar og spenna upp frá því, jafnvel þó nóg hafi verið að gera fyrir.

Ef ykkur vantar svona "No brainer" mynd þar sem þið eruð í algjörri rússíbanaferð frá byrjun til enda, viljið sjá flott atriði og ekkert rugl og án Belgísks hreims þá er Time and Tide fyrir ykkur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valey

jájá, ´´eg veit ekkert :)

Valey, 4.2.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Valey

ætlaði að skrifa að ég hef sé' e-ð líkt þessari mynd, en maður á víst ekki að skrifa á sama tíma og maður talar ;)

Valey, 4.2.2008 kl. 11:47

3 identicon

Alltaf gaman að rekast á færslu um eitthvað sem maður er ekki búinn að sjá. Þessi hljómar vel. Ég hef líka heyrt góða hluti um þennan leikstjóra (Tsui Hark) og held ég hafi örugglega séð eitthvað eftir hann (man samt ekki eftir neinu akkúrat núna).

4 stig. 

Siggi Palli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband